Eimreiðin - 01.01.1899, Page 42
42
þessu stigi eigi að byggjast á og ekki ganga út yfir grundvöll
stöðulaganna og hinnar núverandi stjórnarskrár.«
Þessi skoðun um, hver sé hinn eini rétti grundvöllur, er vér
getum á bygt kröfur vorar, er þannig svo margítrekuð, að ekki
getur verið um neina fljótfærni að ræða. Enda er og skoðunin á
því í alla staði rétt. En þá er á hitt að líta, hvernig þessi grund-
völlur í raun og veru er, og í hve miklu samræmi benedizkan
sjálf er við hann.
Samkvæmt stöðulögunum er Island >>óaðskiljanlegur hluti
Danaveldis«, en þó »með sérstökum landsréttindum«. Landsrétt-
indin eru fólgin i því, að í vissum málum, sem þar eru talin,
sérmálunum, á það að hafa sérstaka löggjöf og stjórn. Oll önnur
mál eru almenn eða sameiginleg og liggja sem slík undir hið al-
menna löggjafarvald ríkisins, en í því tekur Island að svo stöddu
engan þátt. í stjórnarskrá íslands 5. jan. 1874 er svo nákvæmar
ákveðið, hvernig hinni sérstöku löggjöf og stjórn íslands skuli vera
varið, að því er sérmálin snertir. Öll þau mál og málsatriði, sem
ákvæði stjórnarskrárinnar ná til, eru því íslenzk sérmál, en um
ali það, sem engin ákvæði eru um í stjórnarskránni, fer eftir
ákvæðum alríkislaganna, sem eru grundvallarlög Dana. Nú vantar
í stjórnarskrána ýms ákvæði, sem hefði mátt búast við að hefðu
verið þar, ef ísland hefði átt að njóta fullkominnar sjálfstæði í sér-
málum sínum. Er þá auðsætt, að um ö!l þau atriði fer eftir
ákvæðum alríkislaganna, svo að skipun sérmálanna er að þessu
leyti dálítið takmörkuð af þeim. Vér skulum nú nefna nokkur
dæmi þessu til skýringar.
í stjórnarskránni (2. gr.) segir, að konungur skuli hafa hið
æðsta vald yfir öllum hinum sérstaklegu málefnum íslands. En
þar er hvergi tekið fram, hver skuli vera konungur. í þessu efni
gildir þá ákvæði alríkislaganna (1. gr., sem aftur vísar til ákvæða
konungserfðalaganna 31. júlí 1853). Þetta má kalla alleðlilegt, þar
sem konungurinn að sjálfsögðu er sameiginlegur og ísland að eins
hluti Danaveldis. Hitt virðist undarlegra, að í stjórnarskrána vantar
öll ákvæði um það, eftir hverjum reglum konungur skuli hafa af-
skifti af löggjöf og stjórn sérmálanna. Þar sem hér er ekki að
ræða um einvaldskonung, heldur einmitt um konung með tak-
mörkuðu einveldi, þá er auðsætt, að hann getur ekki sjálfur
ákveðið eftir geðþekni sinni, hverjum reglum hann skuli fylgja í
þessu efni. Reglurnar verða að vera fastákveðnar með lögum, og