Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Page 42

Eimreiðin - 01.01.1899, Page 42
42 þessu stigi eigi að byggjast á og ekki ganga út yfir grundvöll stöðulaganna og hinnar núverandi stjórnarskrár.« Þessi skoðun um, hver sé hinn eini rétti grundvöllur, er vér getum á bygt kröfur vorar, er þannig svo margítrekuð, að ekki getur verið um neina fljótfærni að ræða. Enda er og skoðunin á því í alla staði rétt. En þá er á hitt að líta, hvernig þessi grund- völlur í raun og veru er, og í hve miklu samræmi benedizkan sjálf er við hann. Samkvæmt stöðulögunum er Island >>óaðskiljanlegur hluti Danaveldis«, en þó »með sérstökum landsréttindum«. Landsrétt- indin eru fólgin i því, að í vissum málum, sem þar eru talin, sérmálunum, á það að hafa sérstaka löggjöf og stjórn. Oll önnur mál eru almenn eða sameiginleg og liggja sem slík undir hið al- menna löggjafarvald ríkisins, en í því tekur Island að svo stöddu engan þátt. í stjórnarskrá íslands 5. jan. 1874 er svo nákvæmar ákveðið, hvernig hinni sérstöku löggjöf og stjórn íslands skuli vera varið, að því er sérmálin snertir. Öll þau mál og málsatriði, sem ákvæði stjórnarskrárinnar ná til, eru því íslenzk sérmál, en um ali það, sem engin ákvæði eru um í stjórnarskránni, fer eftir ákvæðum alríkislaganna, sem eru grundvallarlög Dana. Nú vantar í stjórnarskrána ýms ákvæði, sem hefði mátt búast við að hefðu verið þar, ef ísland hefði átt að njóta fullkominnar sjálfstæði í sér- málum sínum. Er þá auðsætt, að um ö!l þau atriði fer eftir ákvæðum alríkislaganna, svo að skipun sérmálanna er að þessu leyti dálítið takmörkuð af þeim. Vér skulum nú nefna nokkur dæmi þessu til skýringar. í stjórnarskránni (2. gr.) segir, að konungur skuli hafa hið æðsta vald yfir öllum hinum sérstaklegu málefnum íslands. En þar er hvergi tekið fram, hver skuli vera konungur. í þessu efni gildir þá ákvæði alríkislaganna (1. gr., sem aftur vísar til ákvæða konungserfðalaganna 31. júlí 1853). Þetta má kalla alleðlilegt, þar sem konungurinn að sjálfsögðu er sameiginlegur og ísland að eins hluti Danaveldis. Hitt virðist undarlegra, að í stjórnarskrána vantar öll ákvæði um það, eftir hverjum reglum konungur skuli hafa af- skifti af löggjöf og stjórn sérmálanna. Þar sem hér er ekki að ræða um einvaldskonung, heldur einmitt um konung með tak- mörkuðu einveldi, þá er auðsætt, að hann getur ekki sjálfur ákveðið eftir geðþekni sinni, hverjum reglum hann skuli fylgja í þessu efni. Reglurnar verða að vera fastákveðnar með lögum, og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.