Eimreiðin - 01.01.1899, Qupperneq 61
61
alþingi í þeirri trú, að skoðun þess á meðferð mála í ríkisráðinu
væri rétt. Ef ráðgjafinn hefði setið á alþingi, þá hefði þessi mis-
skilningur aldrei risið upp, eða þá að minsta kosti undir eins
verið leiðréttur.
Islendingar hafa hingað til talið sjálfsagt, að afleiðingin af því,
að sérmál Islands væru flutt fyrir konungi í ríkisráðinu, mundi
vera sú, að hinir dönsku ráðgjafar, er þar ættu sæti, mundu láta
þau til sín taka. Gætu svo þeir og ráðgjafi Islands eigi orðið á
eitt mál sáttir, þá væru rnálin borin nndir atkvaði, og yrði svo það
ofan á, er meirihluti ráðgjafanna yrði með. Yrði svo íslandsráð-
gjafinn í minnihluta með áhugamál sín, þá yrði hann að láta sér
það lynda. Ef þessu hefði verið þannig varið, þá hefði. það auð-
vitað bæði getað verið hættulegt fyrir sjálfstæði vora og riðið í
bága við ákvæði stjórnarskrárinnar um, að Island skuli hafa »lög-
gjöf sína og stjórn út af fyrir sig«.
En þessu er ekki þannig varið. I ríkisráðinu á sér engin
atkvæðagreiðsla stað, hvorki í islenzkum sérmálum né öðrum.
Meðferð danskra og sameiginlegra mála í ríkisráðinu er svo hátt-
að, að hlutaðeigandi ráðgjafi flytur þau þar fyrir konungi. Þyki
nú hinum ráðgjöfunum tillaga þess ráðgjafa, er málið flytur, að
einhverju leyti varhugaverð, þá geta þeir komið fram með athuga-
semdir sínar. En það er orðið að fastri stjórnarvenju, að þeir þó
geri það því að eins, að konungur sjálfur sé i nokkrum vafa og
beinlínis spyrji þá um álit þeirra. Hitt þykir ekki hlýða, að þeir
láti uppi álit sitt að fyrrabragði, ótilkvaddir af konungi, með því
þeir sitji þar að eins sem ráðanautar hans, er hann eigi að geta
leitað álits hjá, ef hann þykist þurfa. Konungur einn sker úr,
hvað gera skuli, einungis eftir því, er honum sjálfum þykir við
eiga, en er að engu leyti bundinn við þær tillögur, er fram hafa
komið, og því síður við nokkra atkvæðagreiðslu, sem aldrei getur
verið um að ræða. Þá fær ályktun konungs gildi og getur orðið
framkvæmd, er hann fær einhvern af ráðgjöfunum til að undirskrifa
hana með sér; og ber þá hinn sami ráðgjafi ábyrgð á ályktuninni,
en hinir ekki; nema fleiri en einn hafi undirskrifað hana, eins
og stundum á sér stað, er um afarþýðingarmiklar ályktanir er
að ræða.
Meðferð íslenzkra sérmála í rikisráðinu er aftur nokkuð annan
veg farið. Hvenær sem ríkisráðið viðurkennir, að það mál, er
Islandsráðgjafinn flytur, sé íslenzkt sérrnál, hlutast ekki aðrir ráð-