Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Page 67

Eimreiðin - 01.01.1899, Page 67
67 vonum vér að allir verði að játa. Það er því svo langt frá, að það sé nokkuð eftirsóknarvert, að fá ráðgjafa vorn út úr ríkis- ráðinu, að vér. ættum þvert á móti að keppa eftir því gagnstæðá, að hann fengi að vera þar, ef þess þyrfti við. Þannig hefir líka alþingi Islendinga fyr meir litið á þetta mál. A alþingi 1869 sam- þykti þingið með 21 atkv. (en þingmenn vóru þá 27 alls) svo látandi tillögu: »Jafnt og hinir aðrir ráðgjafar ríkisins á ráðgjafinn fyrir Island sæti í ríkisráðinu og hefir ábyrgð á stjórninni« (Alþt. 1869, I, bls. 345). An þess nú að gera nokkuð litið úr hinum núverandi þingmönnum vorum, þá mun þó óhætt að segja svo mikið, að þá hafi þó setið á alþingi sumir þeir menn, sem fult eins vel var trúandi til að sjá, hvað réttast og heppilegast mundi vera í þessu efni, — þó vér ekki nefnum nema Jón Sigurðsson einan. Þess má og geta, að þessi tillaga var þá borin fram af hinum nú- verandi forvígismanni benedizkunnar, einmitt sama manninum, sem nú hefir mest hamast gegn ríkisráðssetu ráðgjafans. — Og þar sem nú einmitt frumvarpið frá 1869 (samkvæmt bréfi ráðgjafans til landshöfðingja 31. maí 1897) var lagt til grundvallar við sam- ning stjórnarskrárinnar, má i rauninni álíta, að það hafi verið í fullu samræmi við alþingi og með samþykki þess, að ráðgjafinn fyrir Island var látinn sitja í ríkisráðinu, — einmitt samkvæmt tillögu hins núverandi forvígismanns benedizkunnar og »ríkisráðs- fleygsins« nafnfræga. 2. Fullnaðarúrslit. Því hefir verið haldið fram, að ef vér samþyktum stjórnartilboðið, þá væri með því loku skotið fyrir allar frekari umbætur á stjórnarskrá vorri. En því fer svo fjarri, að svo sé, að vér einmitt stæðum margfalt betur að vígi eftir en áður með að fá framgengt hverjum þeim bréytingum á stjórnarfari voru, sem reynslan sýndi, að þörf væri á. Akvæði stjórnarskrár- innar um stjórnarskrárbreytingar og lögákveðinn réttur þingsins til að samþykkja þær stæðu óhögguð, þó að tilboð stjórnarinnar fengi lagagildi. Sú eina breyting, sem stjórnin hefir farið fram á, að gerð yrði á 61. gr. stjórnarskrárinnar, er, að inn í hana verði skotið orðunum: »og vilji stjórnin styðja málið«, eða með öðrum orðum því ákvæði, að stjórnin skuli ekki skyld til að leysa upp alþingi og stofna til nýrra kosninga, þegar breytingar á stjórnar- skránni hafa verið samþyktar af alþingi, nema stjórnin vilji styðja að því, að þessar breytingar komist á. Það, sem hér er farið fram 5*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.