Eimreiðin - 01.01.1899, Side 68
68
á, er að eins það, að þessi grein verði eins orðuð og sams konar
greinar í stjórnarlögum annara landa (t. d. 95. gr. í grundvallar-
lögum Dana), eins og líka var ætlast til í stjórnarskrárfrumvörpum
alþingis 1867, 1869 og 1873, þar sem samsvarandi setning var
orðuð þannig: »og landsstjórnin styður liana«- (d: uppástunguna),
samkvæmt tillögum Jóns forseta Sigurðssonar, Benedikts Sveinssonar
og fleiri merkra manna (sbr. Alþt. 1867, II, 471, 589; Alþt. 1873,
II, 200; Alþtíð. 1897, C. 263—4). Þegar stjórnarskráin var samin,
ætlaðist stjórnin og til þess, að 61. gr. hennar yrði í þessu efni
samkvæm hinum fyrri frumvörpum alþingis og erlendum stjórnar-
lögum, og það var því að eins fyrir vangá á stjórnarskrifstofunni,
að annað varð ofan á. Þessari vangá var þannig varið, að stjórnin
lagði svo fyrir, að breyta skyldi orðinu »landsstjórnin« (»Lokal-
regeringen ), sem staðið hafði i frumvörpum alþingis, í orðið
»stjórnin« ( Regeringen«), svo að setningin yrði samhljóða við
setningu grundvallarlaganna (»og Regeringen vil fremme Sagen«).
En i stað þess að breyta þessu eina orði, þá var af misskilningi
eða vangá á stjórnarskrifstofunni óll setningin strikuð út eða feld
burtu. Að greinin, eins og hún nú er orðuð í stjórnarskránni,
sé þannig undir komin, má sjá af skjölum málsins í ráðaneytinu,
enda hefir þetta verið staðfest af hinum núverandi ráðgjafa Islands,
og frá því skýrt i bréfi ráðgjafans til landshöfðingja 31. maí 1897,
þó um það væri þagað á þinginu. Astæða stjórnarinnar fyrir því,
að kippa þessu í liðinn aftur, er engan veginn sú, að hún vilji
gera breytingar á stjórnarskránni erfiðari framvegis, heldur einungis
sú, að koma í veg fyrir óþörf og kostnaðarsöm aukaþing, sem
menn fyrir fram vita, að engin árangur getur af orðið. Og þessi
ástæða ætti ekki síður að vera fullgild fyrir hina íslenzku þjóð,
þar sem reynsla vor að undanförnu hefir sýnt það og sannað, að
ekkert hefir stuðlað jafnmikið að því, að þreyta þjóðina í stjórnar-
baráttu vorri, eins og einmitt hin árangurslausu aukaþing. Þessi
breyting virðist því miklu fremur æskileg, heldur en að hún sé
að nokkru leyti hættuleg fyrir þjóðina; enda mundi Jón Sigurðsson
varla hafa verið með henni, ef svo hefði verið.
Þá hefir því og verið haldið fram, bæði á alþingi og utan
þess, að stjórnin hafi gert það að skilyrði fyrir tilboði sínu, að
hinar framboðnu umbætur skyldu vera fullnaðarúrslit á stjórnar-
baráttu íslendinga. Hve mikið hæft er í þessu, má sjá af köflum
þeim úr bréfi ráðgjafans til landshöfðingja 31. maí 1897, er nú