Eimreiðin - 01.01.1899, Síða 75
75
á þá og þjóðhollusta þeirra sýnt sig? Það hefir þó ekki vantað,
að þjóðin hafi gefið þeim næga hvöt til að vinna eitthvað í þá
átt, því svo lengi er stjórnarbarátta vor nú búin að standa. En
henni hefir ekkert miðað áfram, þrátt fyrir hina þjóðhollu, innlendu
landshöfðingja. Skyldi þetta ekki geta stafað nokkuð af þvi, að
landshöfðingi er því nær í öllum greinum háður stjórninni og á
alla sina hagsmuni, völd og virðingu undir henni og velþóknan
hennar, en hins vegar alls ekkert undir þingi og þjóð, heldur er
algerlega óháður þeim megin? Mundi ekki líkt verða ofan á, þó
aðrir nýir menn kæmu í landshöfðingjasætið, því óvíst er, að vér
eigum öllu meiri eða betri mönnum á að skipa, en hingað til hafa
í þvi setið ?
Og svo ráðgjafinn íslenzki. A hverju byggja menn nú það,
að hann yrði fyrir svo megnum dönskum áhrifum, að hann yrði
miður þjóðhollur? Byggja menn það á reynslunni? Hafa þeir
Islendingar, sem að staðaldri hafa verið búsettir i Danmörku, jafnan
orðið óþjóðhollir? Vóru þeir svo óþjóðhollir menn Árni Magnús-
son, Jón Eiríksson og Jón Sigurðsson, þó þeir væru alla æfi sína bú-
settir í Danmörku? Og umgengust þeir ekki danska stjórnmála-
menn? Jú, vissulega, og sagan segir, að þeir hafi haft meiri áhrif
á Dani, að því er íslenzk mál snertir, en Danir á þá. Og vist er
um það, að þeir hefðu aldrei getað unnið íslandi jafnmikið gagn
og þeir gerðu, ef þeir hefðu verið búsettir á íslandi. Ætli svipað
gæti ekki átt sér stað með hinn íslenzka ráðgjafa vorn, jafnvel þó
hann yrði ekki jafnoki þessara manna? Hann ætti þó að minsta
kosti að verða einn af þeim beztu mönnum, sem vér höfum á að
skipa, ef ekki hinn bezti, þá hinn næstbezti eða þar um bil. Og
þegar svo er, þá er það ósæmileg tortrygni, að gera ráð fyrir því,
að hann yrði að óþjóðlegum dönskum vindhana, þó hann sæti
mikinn hlut ársins í fjarska við oss, — ekki sizt þar sem hann
altaf við og við kemur til íslands og getur þar orðið fyrir íslenzk-
um áhrifum, auk þess sem hann á alla virðing sína og álit undir
alþingi og íslendingutn og þarf ekkert til Dana að sækja.
6. Litlar umbœtur. Ymsir hafa komið fram með þá mót-
báru gegn stjórnartilboðinu, að þær umbætur, er það hefði að
bjóða, væru svo litlar, að þeim væri naumast takandi. En þetta
er sannarlega ekki rétt skoðað. Það er satt, að frumvarpið sjálft
er stutt og lítið á pappirnum, og þetta virðist hafa vilt menn,