Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Qupperneq 93

Eimreiðin - 01.01.1899, Qupperneq 93
93 heitir ACETYLEN, mjög eldfim; er þegar farið að nota hana mikið til ljósmetis og eldiviðar, og reynist ágætlega. Nú skulum vér víkja frá hitanum að ljósfræðinni. Þar má nefna tvær merkilegar, nýlegar uppgötvanir, nefnilega þeirra Fin- sens og Röntgens. Finsen (Islendingurinn Níels Hannesson Finsen sbr. EIMR. I, 134—9); rannsakaði áhrif ljósgeislanna á mannlegan líkama; tókst honum meðal annars að sýna, að sterkt ljós drepur ýms smákvikindi, gerla og bakteríur. Arangur þessara rannsókna varð sá, að hann fann ráð til að lækna útvortis berklasýki (berkla- ígerð, einkum í andliti), sem læknar höfðu ekki kunnað nein ráð við til þess tíma. Röntgen (sbr. EIMR. II, 72—4) fann aftur á móti nýja ljósgeisla, sem eru ósýnilegir mannlegum augum, en þó er hægt að nota þá, til þess að taka ljósmyndir. Þessir geislar fara beinleiðis í gegnum fasta hluti, án þess að brotna eða breyta stefnu, eins og aðrir geislar gjöra, t. d. þegar þeir fara gegnum gler. Naumast hefur nokkur uppgötvun borist eins fljótt um allan heim og þessi; þessir ljósgeislar þóttu svo stórmerkilegir og undarlegir vegna þess, að þeir komast gegnum ógagnsæja hluti og segja til þess, sem mannlegt auga annars fær eigi komist að. Þessi uppgötvun varð mjög mikilsverð fyrir sárlækníngar og hand- lækningar, og þannig hafa báðar þessar merkilegu uppgötvanir í ljósfræðinni komið læknisfræðinni að mestum notum. Nú skulum vér að lyktum hverfa frá hitanum og ljósinu til rafmagnsins. Engin grein náttúrufræðinnar er eins algjörlega séreign 19. aldar eins og rafmagnsfræðin. Það var nefnilega rétt um lok 18. aldar að Galvani fyrst tók eftir því, að rafmagn kemur fram, hvenær sem tveir málmar snertast; en þetta rafmagn er ven- julega svo lítið og verkanir þess svo hverfandi, að vér verðum þess eigi varir. Síðan eru ekki liðin nema 100 ár, en nú er raf- magnið einhver hinn þarfasti búgripur allra siðaðra þjóða. Það er notað við ritsima og raddsíma, til raflýsingar og rafthitunar, til þess að knýja áfram járnbrautarlestir og sporvagna á borgastrætum, við ýmsar smíðar og fleira. Það eru sem sagt 100 ár síðan menn fundu snertirafmagnið, og hafa vísindamennirnir lagt hina mestu stund á að finna eðli þess og orsakir; það hefur ekki hepnast fyllilega enn þá, en þó þykjast menn nú vera komnir vel á veg, einkum vegna rannsókna Christiansens háskólakennara í Kaupmannahöfn. Aftur á móti hefur mönnum tekist að finna til fulls lögmálin fyrir verkunum raf-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.