Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Page 96

Eimreiðin - 01.01.1899, Page 96
96 sínum. Iðnaðurinn mun því smámsaman flytjast frá kolalöndun- um til fjallalandanna, sem hafa nóg vatnsafl. I Danmörku eru engin fjöll og engir fossar, og þess vegna ekkert vatnsafl að kalla; en tilraun hefur verið gjörð til þess að nota afl vindsins i þess stað. Aftur á móti er í Noregi og Sví- þjóð nóg af ám og fossum, og i afli þeirra er mikill auður fólg- inn, sem án efa mun bera mikla ávexti á komandi tímum. Þar eru líka nógir málmar í jörðu, og er því alt útlit fyrir, að þar muni koma upp blómlegur iðnaður um alt land á næstu öld. Vér íslendingar þykjumst löngum vera fátækastir allra þjóða, og oss hættir við, að telja land vort gæðasnautt og olbogabarn náttúrunnar. En vér höfum nóg af beljandi ám og freyðandi fossum, og mun það nú vera ljóst af því, sem sagt er hér að framan, að í þeim eru mikil auðæfi fólgin, sem munu geta borið mikla ávexti á ókomnum öldum, ef vel er á haldið. Það heyrast oft og iðulega kvartanir um það, að vinnukraft vanti í landinu, en vér getum aldrei búist við því, að fá nógan vinnukraft, meðan vér notum ekki afl það, er náttúran hefur lagt oss ókeypis upp í hendurnar. Oss vantar ekki annað en viljann, þrekið og þekk- inguna til þess að byrja, — og stofnfé, munu menn segja. En mikið má, ef vel vill, segir máltækið, og víst er um það, að mikið má gjöra af litlum efnum, ef áhugi og forsjá fylgjast að. Vér erum að vísu engir stóreignamenn, en sem betur fer erum vér þó eigi gjörsnauðir, heldur höfum vér marga bjargálnamenn, sem gætu lagt nokkuð af mörkum til þess, að koma af stað þarflegum gróða- fyrirtækjum. En félagsskap þarf til, og hann er í mestu bernsku hjá oss enn þá, en lærist vonandi áður langt um líður. Hjá oss eru nóg verkefni fyrir hendi; vér getum eigi unnið uþina, af því að vinnukraft vantar, heldur seljum vér hana við litlu verði og kaupum aftur klæði dýrum dómum. Þetta er nú það, sem næst liggur; en vér skulum líta lengra og eigi hræðast, þótt einhverjir vantrúaðir vesaldarpostular kunni að henda gaman að oss; vér kaupum steinolíu til ijósmetis og kol til eldiviðar, eða brennum hinum dýrmæta áburði; en i fossunum höfum vér miklu betra ljósmeti og eldivið, og hví skyldu eigi þeir timar koma, er vér getum fært oss það í nyt? Málmar eru í jörðu á Islandi, eins og hvervetna annarsstaðar, og það er óreynt enn, hvort eigi muni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.