Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1899, Side 97

Eimreiðin - 01.01.1899, Side 97
97 borga sig að vinna þá með rafmagni, eins og lýst er hér að framan. Vér kynokum oss við því að leggja járnbrautir, og margir skyn- samir menn telja það fásinnu eina. Það er og satt, að til þess þarf mikið stofnfé, en þó er hitt fult svo óálitlegt, að snara út stórfé fyrir kol á hverju ári. En þegar vér einu sinni erum komnir á lagið með að nota fossaflið og rafmagnið, hvað skyldi þá verða því til fyrirstöðu, að vér notum það lika til þess að knýja járn- brautarlestir? En til þess að koma þessu fram, er þekking á náttúrunni, öflum hennar og lögmálum, bráðnauðsynleg, enda eru nú augu manna að opnast fyrir fyrir því, að náttúruvísindin eru miklu nauðsynlegri og nytsamlegri en margt annað, sem hingað til hefur verið haft í hávegum. Vér skulum því trúa því og treysta, að náttúruvísindin muni nema land hjá oss innan skamms, og færa allri þjóðinni ljós og hita, líf og fjör. [Grein þessi er — að undanskildu þvi, sem sagt er um Island sérstaklega — lausleg þýðing á fyrirlestri, er prófessor Júlíus Thom- sen hélt á náttúrufræðingafundinum í Stokkhólmi siðastliðið sumar. Þótti fyrirlesturinn fyrirtak, enda var það og að vonum, þar sem höf. er hinn frægasti vísindamaður Dana, sem nú er uppi, forseti Vísindafélagsins, forstöðumaður fjöllistaskólans o. s. frv.]. /• f• Hvað Eimreiðin vill. í ritdómi einum um »Eimreiðina«, sem út kom árið sem leið, stendur þessi setning: »Færi einhver að spyrja, hvað hún vilji, hvert erindi hún sjálf telji sig eiga til þjóðar vorrar, þá yrði spurningunni naumast auðsvarað«. Af því að þessi setning stendur í merkasta blaðinu, sem út kemur á Islandi, og hún að vorum dómi er fullkomlega óverðskulduð, þá álitum vér ekki rétt að láta henni ósvarað. Að sönnu er það meginregla vor, að ganga þegandi fram hjá öllum ritdómum, hvort sem þeir kunna að vera á nokkrum rökum bygðir eða ekki. En í þetta sinn virðist oss nauðsynlegt, að brjóta bág við þessa reglu, þó vér verðum að láta dá- lítið á móti oss. Pað er þó ekki svo að skilja, að vér ætlum að fara að svara rit- dórni þeim, er framangreind setning stendur í. Engan veginn. Vér ætlum að eins að skýra fyrir lesendum vorum, »hvað Eimreiðin vill«. Að sönnu höfðum vér ætlað, að þetta mætti sjá af ritinu sjálfu; en úr því 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.