Eimreiðin - 01.01.1899, Page 110
IIO
Þýdd kvæði.
I. Norskur sjómannasöngur.
(Eftir Björnstj. Björnson.)
Hið norska sævar-lið
Er barkað ægis bylgjur við.
Þars fljóta fley um sjá
Það fremstu stöðvar á.
í förum hafs og hér,
Við hólma, sker og fiskiver
Til guðs það trútt ber geð,
Og leggur líf í veð.
Það liðið langdrægt stríð
Fyr lífi þreytir ár og síð
A margeim meginhraust
Við manntjón endalaust.
En það af fám er þekt,
Það þykir mörgum hversdagslegt,
Og oft var enginn sá,
Sem atburð skýrt gat frá.
En veslings fiskifar
Svo furðu margfalt afrek bar,
Við hreysti og kænleik kent,
Þó kæmi hvergi á prent;
Og æfi margs hlaut manns
Ur marar þangi dauðans krans,
Sem hefði átt hetjum jafn
Að hljóta gullskráð nafn.
Til Ölafs-krossins hróss
Vann ötull margur vestanlóss,
Sem hundrað frelsti menn
Og hundrað þar til enn,
Og margur sveinninn smár,
Með hvolfdan bát er lenti knár,
Þá faðir fórst í sjó —
Hans mætti minnast þó.