Eimreiðin - 01.01.1899, Side 112
112
Land mitt, þér er langt eg dvaldi frá,
Löngum dýpstan hugartrega eg fann,
En hve fljótt í fögnuð breyttist hann,
Er eg einhvern þinna sona sá!
O mitt Svissaland, þú mitt alt og eitt,
Minnar æfi þegar verða þrot,
Þó þér aumur aldrei gerði eg not,
Friðsæld hvíldar, leg mér láttu veitt.
Eegar slitnar duptgert dauðleiks band,
Drottin guð skal öndin biðja mín:
Gef að skærst og skírust stjarna þín
Skíni niður á mitt fósturland,
A Svissaland, mitt ættland kært, mitt fósturland.
III. Vetrarbrautin.
(Eftir Z. Topelius.)
Og nú er ljós á lampa slökt og leiptrar stjarnnótt skær,
Og tímans liðna minning mörg í muna vakist fær,
Og ljúfar sagnir líða í kring sem log um geiminn blá,
Og hjartað er svo angurblítt og undrun fangið þá.
Þær stjörnur niður blika blítt um bjarta vetrarnátt,
Sem hel ei fyndist hér á jörð, svo hýrt þær brosa og dátt;
Veizt þú, hvað hljóðar herma þær? Ef hugleikið er þér,
Eg sögukorn þér kann að tjá, sem kendu stjörnur mér.
A einni stjörnu hírðist hann við heiðkvölds gullna brún,
En aðra sól á öðrum stað til einvistar fekk hún;
Að sögn hún nefndist Salami, en Zulamith hét hann,
Og innilega af alhug trútt hvort annað elska vann.
Á jörðu hér þau höfðu átt dvöl og hnýtt hér ástarband,
En nótt þau skildi, harmur, hel og hættlegt syndar grand;
Svo hvítir vængir uxu út á elskendunum þeim
Og dvöl þeim ákvaðst afar fjær hvort öðru á stjörnum tveim.