Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Síða 7

Eimreiðin - 01.01.1907, Síða 7
7 Söguritarinn segir, að hér séu fáir ritaðir fyrirburðirnir, sem urðu fyrir þessum stórtíðindum. Auðséð er, að dularheimurinn hefir opnast á þessum tíma og íjöldi manna séð inn í hann og heyrt, bæði í vöku og svefni. Draumur Sturlu, nóttina fyrir bardagann, stingur á engan hátt í stúf við hina fyrirburðina, heldur er hann einn hlekkurinn í langri keðju og margþættri. Pegar reynt er til að gera hann að höfuðórum, þá er gengið í berhögg viö Sturlungu nærri því alla saman. Og þá þykir mér vera farið á heldur en ekki geystu handa- hlaupi yfir sáðlönd sögunnar, því að Sturlunga er svo vandvirkn- islega rituð og atburðirnir, stórir og smáir, gerðir með svo mikilli nákvæmni, að varla er hægt að hugsa sér samvizkusamari ritara eða athugalli. Tökum t. d. frásögnina um fall Sturlu Sighvatssonar, þegar Gissur hjó hann og »hljóp upp við höggið, svo að fætur losnuðu við jörð og sá milli fóta honurm. Reyndar er Sturlunga sögð svo nákvæmlega, sem bezt er hægt að segja sögu. Söguritarinn þræðir atburðina eins og þegar stígur er genginn. Hvorttveggja er markað glöggum litum: menn og viðburðir. Mennirnir eru eins og vörður — hillir undir þá eins og vörður á heiðarbrún og atburðirnir eru svo sem vegur, er liggur með vörðunum. Hvorugt hverfur sjónum lesandans, þó að: »aldirnar fenni yfir sporin«, eins og Stephan G. Stephansson segir um annað efni. Sökurn þessarar nákvæmni, sem söguritaranum er gefin í ríkulegum mæli, og sannleiksblæ, sem hjúpar söguna, tjáir varla að rengja nokkurt atriði hennar, og þá ekki heldur þau, sem greina frá fyrirburðunum. Pó væri tortrygninni vorkunn og henni eigi láandi efinn, ef Sturlunga væri al-ein til frásagna um dularfulla fyrirburði, eða síðust sagna í landinu, sem ræki þá lest. En því fer fjarri, að þessir eldar brenni einungis yfir hauga- gulli feðra vorra. Ljómanum bregður fyrir enn þá, bæði í svefni og vöku. Eg tala nú ekki um tilraunir öndunganna í Reykjavik, sem þjóðkunnar eru orðnar. Eg á við fyrirburði almennings, sem leggur sig alls ekki eftir fyrirburðum, heldur verður þeirra var alveg óvörum innan um dagljósa atburði. Pessir almennu fyrir- burðir eru enn þá merkilegri heldur en fyrirburðir öndunga, af því að fyrirburðir alþýðu koma sjálfkrafa og óvörum, án þess að gildrað sé fyrir þá með því að setja sig í sérstakar stellingar.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.