Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Side 21

Eimreiðin - 01.01.1907, Side 21
21 segja í vissum dýpri skilningi, að aldrei hafi í frá byrjun veraldar verið, né verði til hennar endaloka, fleiri trúarbrögð til en ein. Til hafa verið þús- und trúarbrögð og tíu þúsund trúfræða kerfi, en einungis ein trú, frá Indíána þeim, er setti tóbakslauf á tréspýtu og tilbað þann anda, sem hann hugði þar búa, og upp að musterinu í Jerúsalem og Péturskirkju Rómaborgar. í hinni háleitustu og fegurstu tíðaþjónustu heimsins hefur á botninum verið einungis þessi eina einfalda viðleitni og stefna, að kom- ast í rétt samband við Guð. ímyndum oss, að oss tækist sú viðleitni? En áður en vér hugleiðum þá spurning, vildi ég snöggvast framsetja aðra og svara henni. Þegar vér athugum ummerking trúarinnar, sem ég hefi reynt að gera með fáum og daufum dráttum, virðist yður þá ekki svo, að það liggi í eðli hlutarins, að það sé ómögulegt að trúarbrögðin hverfi, eða deyi út? Það þýðir ekkert hvaða skoðun þér kunnið að hafa á almættisvaldinu, sem í alheiminum birtist, þetta almættisvald er þar fyrir. Þetta vald er yðar faðir. Af því valdi eruð þér til orðnir. Það var til áður en þér voruð fæddir og það verður til eftir yðar daga. Og á meðan, meðan þér eruð milli jarðar og himins, er það og verður mest áríðandi, hið æðsta og ómissanlegasta, að þér náið þekkingu á lögum þessa alveldis og lærið hlýðni við þau lög. Allir hiutir, sem þér eftir sækist, eiga að miða í þá átt. Þar er líf, þar er heilbrigði, þar er vel- gengni, þar er hamingja, þar er aldurshæð karls sem konu. Þetta er þá sambandið milli yðar og hins eilífa alveldis, sem opinberað er í al- heiminum — þetta er kjarninn í trúarbrögðunum, og þetta er í eðli sínu af eilífum uppruna, Setjum að þér séuð óvissutrúar (agnostics). Það gjörir ekkert þessari röksemd, því alveldið varir og er. Þótt þér segið, að þér vitið alls ekkert um það alveldi, þá vitið þér þó eitthvað um lög þess og auglýsingar, og svo er líf yðar, velferð, hamingja og allar óskir undir því komið, hvað mikið þér vitið í þeim lögum, og fer eftir hlýðni yðar við þau. Setjum, að þú eða þú sért trúleysingi. Það hrindir ekki heldur nefndri röksemd. Aldveldið er til, hvort heldur þú kallar það efni eða afl, eða þú kallaðir það enn auðvirðilegra nafni. það er til alt að einu. Það var til áður en þú fæddist, það verður til eftir þinn dag, og þitt líf, heilbrigði, hamingja og velferð fer eftir því, hvað mikið eða lítið þú kannast við þetta vald og hve vel þú hlýðir þess lögum. Svo lengi sem alheimurinn er við líði, og svo lengi sem í honum lifir maður, sem kann að hugsa, finna til og hafast eitthvað að, svo lengi fylgir trúin eðli hlutanna. þú getur breytt afstöðu þinni gagnvart henni, þú getur gleymt henni, en afmáð hana getur þú ekki. Skipstjórinn mætti fyr ætla, að hann geti siglt út fyrir sjóndeildarhringinn, sem ávalt umlykur hann; örnin mætti fyr ímynda sér að hún megi svífa hærra en gufuhvolfið, sem ber upp flugvængi hennar, en maðurinn megi ímynda sér að hann geti vaxið frá eða umflúið trúarinnar óumflýjandi eilífa kraft. ímyndum oss svo, að vér gætum til fulls lifað þessu trúarlífi. Hver mundi þá verða afleiðingin ? Hvað hvern einstakan snertir, yrði það algjörleiki. Fullkomið samband mitt við Guð, að því er líkamann snertir, yrði fullkomin heil- brigði. En hvað sálina snertir, fullkomið fylgi við sannleikann; hvað sið- gæðiseðli mitt snertir, fullkomin réttvísi í breytni. Og hvað öllu mínu and- lega ástandi viðvíkur, mundi ég skilja og öðlast eilífa sonararfleifð með eilífum alföður.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.