Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Page 24

Eimreiðin - 01.01.1907, Page 24
24 hann fól sinn anda í hendur föðursins? Af því, að Gyðingar trúðu því, að þeir hefðu í höndum gjörvallan sannleik Guðs, þann er heiminum væri ómissanlegur, og að sá sem dirfðist að vefengja eða við bæta þann sannleik, væri fjandmaður Guðs og manna. Hví var Servetus brendur? Af því að Jón Kalvín trúði því, að hann ætti í þessari bók, biblíunni, óbrigðula opinberun Guðs, en Servetus hafði dregið í efa, það sem hann, Kalvín, áleit að hún kendi. Og svo rnargar harmasögur ver- aldarinnar hafa leitt af óskeikunarhugmyndinni, að ekki má þær telja. Óskeikunarkenninguna getur ekkert lagað né bætt, óskeikun vex eigi né viðgengst, og fyrir því hefur hún orðið það vald kirkjunnar, sem hefur haldið heiminum aftur í nafni Guðs gegnum allar aldir. Trúarbrögðin hafa sá eini hlutur í heiminum verið, sem menn hafa ekki þorað að endurbæta. Samhliða óskeikunarkenningu trúarjátninganna hefur fylgst það, sem leiðir af sjálfu sér, kenningin um óskeikanleik sakramentanna og tíðaformsins; og hafa því þessir hlutir orðið stirðir og steinrunnir í meðferðinni, enda komið í staðinn fyrir verðleik innra mannsins. Kreddur, tíðareglur, sakramenti, guðsþjónustur, tákn og þess konar — þetta er alt gott og nytsamt, en þó einungis meðan það í sér ber ímynd og uppörvun lífsins. En sé það boðið mönnum í bætur fyrir lífið sjálft, býður það steina fyrir brauð, það verður ekki til hjálpar, heldur til hindrunar og skaða. Kirkjan þarf að læra, að Guðs opinberun er engin föst og fullenduð stærð, sem svo eða svo skal halda sér um ár og æfi. Jón Robinson talaði satt orð, er hann mælti til pílagrímanna1 forðum, er hann kvaddi þá; hann bað þá vera þess viðbúna, að meiri sannleiki rynni upp fyrir þeim úr Guðs heilaga orði. Og vér hljótum að um- merkja hugmyndina »guðsorð« til meira yfirgrips, svo það yfirtaki meira en eina bók — svo orðið inniloki allar bækur, öll trúarbrögð, inniloki himin og jörð og menn alla, inniloki alt, sem guðlegt mark hefur, því það er Guðs heilagt orð. Vér verðum að læra, að villa, þótt gömul sé, getur ekki orðið lotningarverð, og að sannleikur, þótt ungur sé fyrir vorum skilningi, er samt sem áður jafngamall Guði, og krefst af oss þeirrar lotningar, sem Guði ber. Sannleikur er sá einasti hlutur, sem er heilagur, og sannleiksleitarinn er Guðs leitari. Fyrir þessa sök hljótum vér að krefjast réttar vors til sannleikans, og í viðbót hljótum vér og að kunngjöra þá allsherjar skyldu, að leita sannleikans. Efa- semdir og erfíði er óumflýjanlegt. Oss er ekki nóg að sýna umburðar- lyndi; ég þarf einskis manne umburðarlyndis við; ég krefst þess réttar að fá að vera frjáls! Þetta er þá ætlunarstefna kirkjunnar, og hver er nú skylda vor eftir þessu? Leyfið mér að benda á nokkuð, sem þykja kann hversdagslegt, en er í mínum augum afar-áríðandi Það er skylda vor að vera í einhverju kirkjufélagi, eða trúarstofnun, fyrir sakir kirkj- unnar og heims þessa, sem vér í lifum. Getir þú styrkt menn og stoðað fremur einhentur og einsamall, þá er það vel; en hitt höfum vér stað- reynt, að á öllum öðrum stöðum lífsins megnum vér ekki að koma eins miklu til vegar einn og einn, eins og vér orkum í föstum félagskap. Hafið því samtök sakir Guðs og manna. Hverri kirkju viljið þér í vera? 1 Svo hétu hinir fyrstu Englendingar er flúðu undan óstjórn Karls I. vestur um haf og fyrstir námu Nýja-England í N. Am.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.