Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Qupperneq 30

Eimreiðin - 01.01.1907, Qupperneq 30
3° fer á fjall eftir hreindýrum og finnskatti, eða ryður skóg sinn og dreymir sinn höfga og langa vetrardraum. En skóggangsmaðurinn fylgist þó líka með því, sem fram fer í bygðinni. Og Norðurlandabúanum er á æskuskeiði sínu heldur ekki fyrirmunað að komast á snoðir um hvað gerist í öðrum löndum. Pó lítið sé um umferð kaupmanna á hinum auðu sam- bandsleiðum, þá verður einmana hetjum þangað reikað, er leita sér öflugs drotnara. Stundum brýzt líka heill þjóðflokkur, her- menn og konur, börn og þrælar, inn í héruð, þar sem þeir gera sér von um bætta hagi, eins og t. d. Herúlar þeir, er um 500 fóru yfir Danmörku og settust að á Gautlandi. En þeir útlendir siðir, er flytjast með þeim, eru siðir herskárra manna og með villimannsbrag, frægðarþorsti og hetjuljóð, sem vel samrýmist heimabragnum. En þegar þjóðaflakkið þrýtur, tekur meir fyrir samgöngurnar. En þá taka menn að stefna í aðra átt, í austur eða vestur gegn hálfviltum þjóðum, unz menn —- í byrjun 9. aldar — hafa náð fullum þroska og hætta sér í glímu við hinar stærri mentaþjóðir. Að tungunni til er þjóðin að kalla má ein heild, frá Egðu og Eystrasalti og norður á Hálogaland og austur í Kirjálabotn. Hún er grein af hinum gotneska þjóðmeið, en með greinilegum nor- rænum einkennum, þó þess sé nokkurs að bíða, að tungutak- mörkin suður á við verði skýr, og mállýzkumunur hafi á sjálfum Norðurlöndum sjálfsagt verið nokkru meiri, en ráða má af rúna- letrunum. En aðalatriðin í þjóðfélagsskipuninni eru sameiginleg: Bænda- stétt, sem einkanlega lifir á akuryrkju og lætur til sín taka og hefir ráðin á héraðs- eða sveitaþingum eða á hinum stærri lands- eða fylkisþingum. Pá er höfðingjastétt alt frá konungum niður að stórbændum (höldum), sem er frekar herská. Loks er þræla- stéttin,. meira eða minna fjölmenn, er verða sem hjú eða búð- setumenn að nokkru leyti að vinna fyrir höfðingjunum, og stund- um líka bændunum. Hið ytra menningarsnið er eins; og söm er lífsskoðunin hjá þeim öllum, herskár líkami og stælt sál. Hug- rekki í hættum, aldrei að láta bugast, þó á móti blási, jafnvel þó dauðinn sé fyrir dyrum, þolgæði í þrautum — það eru þær dygðir, sem þjóðin metur mest. Virðingin fyrir dómi félaga sinna og þráin eftir orðstír, er lifi þótt hetjan deyi, eiga sýnilega upptök í hern- aðarlífi, aðallega hjá samvaxinni sveit, er fylkir sér um höfðingja;
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.