Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 34
34 liðinna alda, verða kvæðin full af dæmum og skoðunum úr hirð- lífinu og dreifast þannig út til fjöldans. Pegar Pormóður Kol- brúnarskáld átti að kveða fyrir her Ólafs konungs á undan Stikla- staðaorustu, þá kvað hann Bjarkamál hin fornu um Hrólf konung og kappa hans. Látum oss sem snöggvast skygnast inn í slíka höfðingjahöll; það er stór timburhöll, sem getur rúmað mörg hundruð manna. Vér komumst inn úr útidyrunum framhjá þrælum, sem bera mat- leifar út, og öðrum, sem bera eldsneyti inn til langeldanna; fram við dyrnar er sægur af stafkörlum, sem reyna að krækja sér í ögn af réttunum, Pað getur orðið örðugt að komast innar í höll- ina og langeldarnir á miðju gólfi glepja manni sýn, svo ekki verður séð í gegnum hana, inn á kvennpallinn við hinn gaflinn. Uppi undir ræfrinu sótugu þyrlast þykkar reykjarstrokur, unz þær komast út um ljórann í mæninum. En eftir langpöllunum má vel sjá, þar sem alskipað er mönnum og vopn þeirra hanga yfir þeim á veggjunum. I miðri höll eru útskornar öndvegissúlur (sem menn hafa nokkurs konar átrúnað á) og milli þeirra önd- vegi höfðingjans. Utar við eldana er dóttir hans á stjái, eys öl úr skapkerinu og færir hetjunum horn sín. Par er samdrykkja og samræður, glaumur og gleði, sem hlé verður á, er skáldið biður sér hljóðs til að flytja kvæði um forn minni eða um drotn. ara þeirra: Hlýði hringberendr odda íþróttir meðan frá Haraldi segik enum afarauðga. Skáldið þagnar; konungur er teítur, dregur gullhring af hendi sér og réttir að skáldinu. Konungur er í góðu skapi, hann lætur vopn sækja úr vopnabúrinu, útlenda gripi og forfeðra-nauta; einum gefur hann sverð, öðrum hjálm og brynju; hann bútar gullið í sundur og útbýtir því til allra. Pá rísa þeir úr sæti, hreyfir af ölinu og glaðir yfir gjöfunum, og róma honum þakkir og vinna þess dýran eið að fylgja honum í opinn dauðann og leggja lífið í sölurnar til að hefna hans. Lað er kraftur og hiti í orðum manna í höllinni, en þar eru líka lögð viturleg ráð og spurt ókunnra tíðinda. Ear koma nýjar hugmyndir og nýir hlutir utan úr heimi fyrst til umræðu; en hinar eldri fornaldarminningar bera þess líka óræk merki, að þær hafa komið við í höllum höfð- ingja og hirða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.