Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Page 35

Eimreiðin - 01.01.1907, Page 35
35 Annar meginþáttur þjóðfélagsins er bóndinn, hinn frjálsi landeigandi. Hann er ekki sem hirðmaðurinn bundinn neinum einstaklingi, heldur stærra mannfélagi. Pjóðin eða þjóðflokkurinn hefir frá ómunatíð ekki verið annað en samsafn búsettra manna, er tóku höndum saman til varnar gegn öðrum og réðu málum sínum í sameiningu á þingi. Par feldi allur bændalýðurinn dóm- inn og afbrotamaðurinn dæmist »útlagr«, utan við lögin og vernd þeirra. Jafnvel eftir að hin stærri ríki hafa gleypt minni þjóðflokkana, haldast þó bændaþingin sem héraðsþing, fjórðungs- þing og fylkisþing, og er það aðallega með hluttöku sinni í þeim, að bændur fást við yfirgripsmeiri þjóðfélagsmál. Pegar samgöng- urnar batna, myndast stærri þinglög, sem þó engan veginn þurfa að vera sömu takmörkum bundin og herríki höfðingjanna. Pað virðist hafa verið algild regla, að þar sem fólk kom saman til blóta, þar reis upp þingstaður: menn ræða mál sín og jafna mis- klíðir á þessum samkomum, unz þær loks fá fasta lagaskipun. Petta má sjá svo seint á öldum sem í upphafi Islandsbygðar. Landnámsmennirnir mynda þing, þar sem einstakur maður hefir reist hof og goðinn er sjálfkjörinn þingforingi; alþingi eitt kemst svo seint á stofn, að það hlýðir ekki sömu lögum. Hins vegar benda nöfnin á þingstöðum Dana á trúarlegan uppruna: Lundur á Skáni, Hringstaðalundur eða Týslundur á Sjálandi og Vébjörg á Jótlandi. Pað verður ekki sýnt, að neinn af þessum stöðum hafi verið pólitiskur miðdepill fyrir neinn þjóðflokk. Vébjörg liggja þannig í sveit, þar sem fjórar sýslur — fyr meir þjóð- flokkar — mætast. Hvarvetna hjá gotnesku þjóðunum eru sam- komur manna til blóta og þinga undanfari pólitisks samruna; og á hinn bóginn verða þessi þinglög til þess að leggja hömlur á stærri ríkismyndun. Bændalýðurinn fer seint og gætilega, en því öflugra er líka samheldið. En það var þó ekki almúginn, sem mesta stoð veitti þegar í nauðir rak, heldur ættin. Ættu menn einhvers í að hefna, var öll ættin uppi; á sömu lund varð og ættin að bæta fyrir mis- gjörðir hvers einstaks ættingja, jafnvel með lífi sínu, ef því var að skifta. Vígsbætur eða sára skiftust á alla ættina, hvort sem gjalda átti eða við að taka. Ef mikilsvarðandi ályktun skyldi gjöra, varð að ráðfæra sig við ættingjana. Ef faðir vildi leiða launson sinn til arfs, varð ekki einungis hann sjálfur, heldur og öll ættin að »leiða hann í ætt«: »þá skal hann gera þriggja sálda öl 3’

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.