Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Page 36

Eimreiðin - 01.01.1907, Page 36
36 hörzkra mæla ok höggva við oxa þrítíöung, ok flá af fit af fremra fæti hægra megin ok gera af skó ok setja við skapker. Sá skal fyrst í skó stíga, er mann leiðir í ætt, en þá hinn sjálfr, er í ætt er leiddr, en þá hinn, er arfi játti, en þá hinn, er óðrl- um játti, en þá þeir frændr«. Norrænir bændasiðir frá seinni öldum sýna, hve ættarbandið var ríkt; þegar menn komu saman í boðum, »er þess vandlega gætt, að skyldfólkið sé heiðrað með því nafni, sem því ber að frændsemistölu«; helzta umræðuefnið er »vaskleikur og manndáð forfeðranna og frá því sagt með sömu dæmalausu leikninni í að greina ættleggina eins og í forn- sögunum«. Prænzk bóndakona gat gert grein fyrir skyldleika sínum við 124 ættingja. Einstöku ættir hafa átt árlegar sam- komur — þing undir berum himni —, þar sem æskulýðurinn uppkomni var leiddur fram fyrir ættina. Heimilið var ekki heimili hjónanna í sama skilningi og nú. í afdal einum í Prændalögum, Týdalnum, hafa menn til skamms tíma haft 20—30 manns á búi, sem »átu úr sömu jötu og drukku úr sömu fötu«; flokk giftra systkina með börnum sínum, og »gamla pabba» í ofnskotinu, sem hafði yfirstjórn búsins og fjár- pyngju þeirra allra. Á Bergþórshvoli bjó Njáll gamli og kona hans með þremur giftum sonum og tengdasyni, auk vinnufólks, barna og gamalmenna, um 50 manns alls. Par sem svona stóð, varð heimilið ættarheimili: menn bjuggu þar sem forfeður þeirra höfðu búið, ef til vill öldum saman, og vissu skil á, hver reist hefði hvert hús og aflað hvers hlutar í því. Umskiftin við dauð- ann og inngöngu í annað líf skoðuðu menn oft sem flutning í sal, þar sem látnir forfeður ættu heima, og hann hugsuðu menn sér stundum allnærri jarðneska bústaðnum. Á þórsnesi var það trú manna, að hinir dánu tækju sér bústað í Helgafelli. »f’at var eitt kveld um haustit, at sauðamaður þorsteins fór at fé fyrir norðan Helgafell; hann sá at fjallit laukst upp norðan; hann sá inn í fjallit elda stóra, ok heyrði þangat mikinn glaum ok hornaskvol, ok er hann hlýddi, ef hann næmi nökkur orðaskil, heyrði hann, at þar var heilsat Borsteini þorskabít ok föru- nautum hans, ok mælt, at hann skal sitja í öndvegi gegnt feðr sínum«. Morguninn eftir komu menn á heimilið og sögðu þau tíðindi, að Porsteinn hefði druknað í fiskiróðri. — Sérstaka mynd fær ættarfestan í þeirri trú, að nýlátnir ættingjar endurfæð- ist í niðjum þeirra, sem því eru látnir heita eftir þeim. Á þessari

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.