Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Qupperneq 37

Eimreiðin - 01.01.1907, Qupperneq 37
37 trú fer fyrst að bera á þjóðaflakksöldinni hjá Austgotum, en hún varð mjög útbreidd og varð almenn á Norðurlöndum á 7.—8. öld, þó þá væri nokkuð farið að losna um hina fornu almennu ættar- festu; en hún hélzt enn í margar aldir og var mjög almenn. »Við komum aftur«, sögðu öldungarnir í Sætersdalnum, þegar dauðinn kallaði þá brott frá ættarheimilinu. Fyr á öldum hafði sambandið milli ættarinnar og bæjarins verið miklu nánara. þá var ekkert land einstaklings eign nema það, sem menn höfðu sjálfir rutt; jafnskjótt og það kom í hendur niðja þeirra, varð það eign ættarinnar. Pegar fyrstu húsin geta ekki rúmað fleiri, byggja menn ný bæjarhús við hliðina á hinum og allur hópurinn hefir nú að meira eða minna leyti félagsbú eða rækta jörðina í sameiningu. Um slíkan félagsbúskap bera mörg staðanöfn vitni bæði í Danmörku og Svíþjóð. Á endanum verða svo þessir félagsbæir að sveitaþorpum. Á elztu tímum er jörðin eign ættarinnar og menn geta því aðeins orðið hluttakandi í arðinum, að menn sitji þar kyrrir og taki þátt í búskapnum. Pegar komið er fram á víkingaöldina, er einstaklingseign orðin algengust; en synirnir einir (en dæturnar ekki) erfa jörðina og mönnum er ekki ljúft að skifta henni í sundur. Réttur ættarinnar kemur nú fyrst til greina á öðru stigi: vilji eigandinn selja, hafa frændur hans forkaupsrétt, eða »óðals- réttinn«, er svo var kallaður í Noregi. l?ó getur enn svo mikið kveðið að niðurníðslu hjá eigandanum, að honum megi víkja brott af jörðunni og frændur hans koma í hans stað. I byrjun víkingaaldarinnar eru sjálfseignarbændurnir sá flokkur mannfélagsins, sem mest ber á. En hvort styrjaldir og aukning konungsvaldsins og réttur þess til fjár, er menn höfðu fyrir gert eða enginn fanst eigandi að, hafa þá þegar verið farin að gera nokkra breyting á þessu, vitum vér ekkert um, né heldur hitt, hvort gullstraumur sá, er fluttist með þjóðaflakkinu, breytti fornri óðalsjörð í kaupajörð. Á sjálfri víkingaöldinni urðu mikil brögð að því; en það verður þó ekki fyr en á miðöldunum, er konur hafa fengið erfðarétt og menn geta gert erfðaskrár, að hin forna sjálfseign gengur beint til þurðar. Á víkingaöldinni er bóndinn sjálfseignarbóndi og það hefir áhrif á hugsunarhátt hans. Hin fornu einkenni þjóðarinnar, harð- snúið sjálfstæði óg rík sómatilfinning, verða enn sterkari, er menn sitja sem óháðir drotnar á eignarjörð sinni; mest kveður þó að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.