Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Side 53

Eimreiðin - 01.01.1907, Side 53
53 hafi verið ljúfur og fagur og ab þessir sæludagar séu nú löngu liðnir. Ef Einar Benediktsson hefði ort um F’órsmörk, hefði kvæðið sennilega byrjað á langri lýsingu og að síðustu fallið í stafi yfir svo voldugri og töfrandi fegurð. Og lýsingin á íslenzku lágnætti verður að kvæði um ástargaman. forsteinn er þar alt af samur við sig. Árdagssól og aftan fallast í faðmlög norður við heimskaut. Ægir gamli stendur á öndinni, er hann sér hæð- irnar skarta náttkjólum sínum, en dætur hans væta hár sólarinnar. Þetta minnir á samlíking eftir Sigurð Breiðfjörð, er lætur sólina greiða hár sitt upp úr öldunum1 og á öðrum stað í mansöngum hans greiðir hún »gullhárið í gaupnir jarðar niður«. Þorsteini og Hannesi Hafstein svipar saman að því leyti, að þeir líkja mörgu við ástir og konur. Hannes lætur »fjallsins ás og vatnsins dís« faðmast að karla og kvennasið. Og sólarlagið verður að ástarleik í einu erindi eftir hann. Sólin sveipar kjólnum frá hvelfdum brjóstum, breiðir hann við rekkjuröndina, roðnar við og brosir, er hún stígur upp í hvíluna til Ægis með slegið gullhár og hnígur í faðm honum. Pað er auðséð á þessu, að Porsteinn er ástinni kunnugur, enda kemur það í ljós í »Eiðnum«. Sá kvæðabálkur sýnir, að hann er sálarfræðingur. Þar er góð a 1 m e n n lýsing á vorgróðri ástarinnar, og aðdraganda kossa og faðmlaga. Par er kafli, sem minnir á j »Kvennagaldur« Sigurðar Breiðfjörðs, en lýsing Porsteins er svo miklu fegurri og skáldlegri, að þar kemst enginn samjöfnuður á. Góð er lýsingin á Ragnheiði, er hún stendur upp frá skrifborðinu og öllum kossunum og leggur af stað á fund föður síns. Ekki hefðu allir munað eftir því, að láta hana stanza snöggvast fyrir framan herbergisdyrnar. Pá eru »álfarnir«, lýsingin á ástar- og brúðardraumum Ragnheiðar, ekki hvað sízt, skemtilegir og dans- andi. Annars eru myndir Porsteins oftast íslenzkar, hverju sem hann lýsir. 1 »Myndinni« er vegur lífsins um tún og engjar, að íslenzkum sið. Lýsing á von og vonbrigðum verður að mynd af íslenzkum sjósóknum og fiskiveiðum. Og samlíkingar hans eru oft hittnar og heppilegar, svo sem í þessu erindi: »Sólin klár á hveli heiða hvarma gljár við baugunum. A- sér har hún er að greiða upp úr bárulaugunum«.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.