Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 54

Eimreiðin - 01.01.1907, Blaðsíða 54
54 »0g ef þig langar leyndardóma lífsins að sjá, og biðjirðu um þess Barnagull °g byrjir á >>á«, og lest þar ekkert öfugt gegnum annarra gler, þá vil ég feginn líka læra að lesa með þér«. Bacon lávarður frá Verulam, hinn mesti spekingur, sagði, að því væri eins farið um ríki vizkunnar sem Himnaríki. Menn kæm- ust ekki þangað nema þeir yrðu sem börn. Samlíking Porsteins er eins góð og er Bacon þó viðbrugðið fyrir samlíkingar sínar. Hugsunin er hin sama í báðum : Menn verða að hrista af sér alla lileypidóma og ekki hallast að neinni skoðun að óhugsuðu máli, ef þeir vilja verða vitrir. Mannlífið og mannfélagið er honum tamast yrkisefni — og er honum sómi að því. Einkum er það ranglætið og ójöfnuðurinn, munurinn á kjörum mannanna, er hann yrkir um. En öll eru þau kvæði hans almenn — og auðkennir það Porstein. í*ar eru engar myndir af einstökum atburðum eða ástandi, eins og t. d. í Skriflabúðinni í Hafblikum Einars Benediktssonar, góðu kvæði. í Eden er vel ort erindi um »brauðleysisóp blágrárra ómálga vara«, en lýsingin er almenn. Kvæðið »Örbirgð og auður« verður næstum því að rökræðu um almennan mismun á kjörum auð- manna og öreiga. Par sannar hann, en sýnir ekki, lýsir eklci. Pað kvæði hefði orðið skáldlegra, ef það hefði verið myndkend- ara, líkt og t. d. »Myndin« eða »Bókin mín«. Annars eru þjóð- félags- og trúdeilukvæði hans mest byltingakvæði. Hann er upp- reistar- og byltingaskáld. Pað er ekki tilviljun, að yrkisefni hans úr sögu íslands eru byltingar: stjórnbylting Jörundar hunda- dagakonungs og trúbragðabyltingin mikla árið 1000. Honum lætur að yrkja um þau efni. Annars eru það ekki smáorustur og smábyltingar, sem hann kveður um. Efnið víðtækara og almenn- ara en 'svo: Framfarastríð mannkynsins (í Brautinni) og ragna- rökkur þjóðfélaga vorra tíma, er hof þeirra og hörgar hrynja og brenna og lönd og lýðir brjótast úr böndum auðvalds, kirkju og hvers konar kúgunar. »Og guðirnir reka sinn brothætta bát á blindsker í hafdjúpi alda«.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.