Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Side 67

Eimreiðin - 01.01.1907, Side 67
67 bókinni orð eins og: offur,- lexía, stóiskur, stöndugur, viðtekinn o. s. frv. En þetta gjörir í raun og veru ekki svo mikið til í samanburði við það, hve orðaröðin er afleitlega víxluð víða hvar. Eg get ekki stilt mig um að taka nokkur dæmi: »Eina fjóra fleiri aðra«.— »Sem fyrir það hafa þar verið settir«. — »Sem kent þeim hefði að beygja sig«. — Rúmið leyfir eigi að fara frekar út í þessa sálma, en nóg er til. En það er bót í máli, að til eru þeir menn í Ameríku, er vel kunna tök á íslenzkri tungu. A. B. S. B. BENEDICTSSON: LJÓÐMÆLI. Með mynd höfundarins. Winni- peg 1905. Höfundur tileinkar skáldkonunni, konu sinni, þessi ljóðmæli. Það er í stuttu máli að segja, að höfundur lýsir sjálfum sér á bls. 53 í »Graf- skrift íslenzkunnar« : »Börn þín verða að hætta þig að hjala, hrognamálið krefst síns réttar nú, ég við heiminn hrognamálið tala, en helgust mér 1' ljóði verður þú«. Annað eins hrognamál, andlausan gorgeir og leirburð og saman komið er í þessu kveri, höfum vér sjaldan lesið. Það er satt, sem hann segir, að hann »væri mikið fjandans flón«. ef hann »færi til að verða hjón«. Eg hef ætíð haldið, að »hjón« væri karlmaður og kvenmaður. Þá batnar ekki, þegar hann veltur um »ná« af »Eiða rollum lyggjandi (sic) upp í loft eða á grúfu, á annarrihvorri mosaþúfu« (bls. 27). Von er, að hon- um leiðist að kútveltast þar og ráði löndum sínum í »Föðurlands-ást« (bls. 56—58) að vera ekki að »þrá heim, hvar þeir ei toldu« (dönsku- sletta), en gera Kanada að fósturlandi og gleyma »ólögum íslands og kreddutrús : »En hvað er betri fósturfoldin en framandi’ (danska) land þars matur fæst; já, hvað er betri blásna moldin þó (enskusletta) brauðið stendur öllum næst, því allir kjósa að hafa holdin«. Ætli kirkjan, »hrum húðarbykkja« (sic) (bls. 10.6) verði langt aftur úr Pegasus þessa skálds? Engan trúleysingja höfum vér séð rita óvirðulega um Krist annan en höf. Eg skal að endingu leggja honum eitt heilræði: Hann ætti að taka sér fyrir hendur að læra móðurmál sitt, áður hann ritar meira. J. St. íslenzk hringsjá. HEINRICH EKKES: KURZER DEUTSCH-NEUISLÁNDISCHER SPRACH- FÚHRER mit Grammatik und Wörterverzeichnis. Dortmund 1906. Hún kom dálítið flatt upp á oss, þessi bók, er vér fyrst sáum hana. Ekki a því, að hún sé ekki vel tímabær. Öðru nær. Ferðamannastraumurinu frá Úýzka-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.