Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Qupperneq 68

Eimreiðin - 01.01.1907, Qupperneq 68
68 landi til íslands eykst með ári hverju, svo full þörf*er á slíkri bók. Og í’jóðverjar eru nú einu sinni svo gerðir, að þeir kunna bezt við að vita einhver deili á tungu þess lands, sem þeir heimsækja, og geta brugðið fyrir sig orði við landsbúa á þeirra eigin máli. En hitt þótti oss meiri furða, að nokkur Pjóðverji skyldi — sjálfsagt eftir mjög stutta viðdvöl á íslandi — hafa getað aflað sér svo mikillar kunnáttu í málinu, að hann þyrði að leggja út í að semja slíkan leiðarvísi í íslenzku fyrir þýzka ferðamenn, sem þessi er. En þeir láta sér ekki alt fyrir brjósti brenna, þessir lærðu ÍÞjóðveijar, enda er næstum ótrúlegt, hve langt þeir komast, þótt þeir fái fræðslu sína af bókum einum. ]?eir eru eigi allfáir meðal þeirra, sem á þann hátt liafa lært bæði að lesa og rita tungu vora, enda fylgir og engin önnur þjóð jafnvel með í bókmentum vorum. í^að er nú langt frá því, að bók sú, er hér um ræðir, sé gallalaus. En hún er allrar virðingar verð fyrir því, enda getur komið að góðu haldi til þess, sem hún er ætluð. Svo miklir eru gallarnir ekki. Málfræðisyfirlitið er meira að segja mjög gott og villur í því fáar eða engar. En í samtalsæfingunum og orðasöfnunum eru vill- urnar fleiri en góðu hófi gegnir, þó margt af þeim séu auðsjáanlega aðeins prent- villur. Höf. hefði átt að fá einhvern Islending til að lesa fyrir sig prófarkir af bók- inni. Þá hefði bókin getað orðið góð. Auðvitað eru sumar þessar villur ekki þannig lagaðar, að þær geri mikið til. En af virðingu við höfundinn og viðleitni hans á að útbreiða þekkingu á tungu vorri hjá einni mestu mentaþjóð heimsins, viljum vér þó tilfæra talsvert af þessum villum, svo hann eigi fremur kost á að leiðrétta þær í næstu útgáfu af bók sinni, ef slíkt á fyrir henni að liggja, sem vér bæði óskum og vonum. Sem hreinar og beinar prentvillur má víst skoða þessar villur (auk þeirra, sem leiðréttar eru aftan við bókina): Bls. 25: frædi (fræði); 89 og 102: minútur (mínútur); 91: sifjaður (syfjaður); þreittur (þreyttur); 92: ódyrt (ódýrt); 96: ónaði (ónáði); 98: fá(fæ); 104: Bildudals (Bíldudals); 108: hreinnir íhreinir); 112: pönnkaka (pönnukaka); 117: einhvergar (einhverjar); 118: veitt (reitt); fingert (fíngert); 120: þnu (þá 0: skóna); 122: upp- bóðið (uppboðið); 123: víss (víst); 129: velgegni (velgengni); 133: kálmet (rétt 178: kálmeti); 131 og 132: iðnaðurmaður (iðnaðarmaður); 132: vegkort (veggkort); kerta (kerti); klæðaður (klæðnaður); 134: snemma (skemma); 136: södlari (söðlari); 136: hreinndýr (hreindýr); hvíi (hvíld); 137: ritfangarsali (ritfangasali); 138: tíma (tími); 139: vixlari (víxlari); 140: frjettblað (ftjettablað); 144: austfyrðingur (austfirðingur); 148: babbi (bobbi); 157: efniyfirlit (efnisyfirlit); eiliflegur (eilíflegur); eindregis (ein- dregið); 158: elduppkoma (eldsuppkoma); 159: enganvegin (enganveginn); 200: sjó- liði (sjólið); sjerstalega (sjerstaklega). þá koma ýmis konar málvillur: Bls. 72: Jeg leita hattinum mínum (jeg leita að h. m); 77: dömurnar mínar (dömur m.); 87: áin er á ís (það er ís á ánni; áin er lögð); 89: P.*ð er klukkan hálf-eitt (klukkan er h.); það (úrið) hefur staðið (þ. h. stanzað); 9^: á póstinum (á póstinn); 98: bjóða yður far-vel (danska, ekki íslenzka); 99: skulum við að koma við á (eigum við o. s. frv.); 100: hversu stórt, hversu margir (hvað stóit, hvað margir — í daglegu tali, í ritmáli »hve stórt«); var ábyrgð fyrir skipinu (var ábyrgð á skipinu eða var skipið í ábyrgð eða helzt: var skipið vátrygt); 101: kvittan fyrir farangurinn (k. f. farangrinum); 105: um þetta tíma árs (um þennan t. á. eða þetta leyti árs); hvar skulum við verða í nótt (hvar eigum við að o. s. frv.); 113: tilsam- ans (í alt) (danska; á íslenzku: samtals, alls); 114: eitt eyrir, tvö aurar (einn eyrir, tveir aurar); 115: mig langar (mig langar til); með myndinu Heklu (með mynd af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.