Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Qupperneq 73

Eimreiðin - 01.01.1907, Qupperneq 73
73 djúpið, en yngri kynslóðin heldur sig í grunnsævinu. f*etta er algeng regla, en þó verður að taka undan hrygnigöngurnar, er eiga sér stað frá febrúar til aprílmánaðar í Norðurhafinu. l?á leita gömlu þorskarnir úr djúpinu upp á grunnin til að hrygna, og það eru einmitt þessar göngur, sem þorskveiðarnar í Norðurhafinu, bæði við ís- land og Noreg, aðallega styðjast við. Aftan við bókina eru io myndablöð til að skýra textann. Helgi yónsson. OVE PAULSEN: PLANKTON-INVESTIGATIONS IN THE WATERS ROUND ICELAND IN 1903. Sérpr. úr »Meddelelser fra Kommissionen for Havundersogelser, Serie: Plankton, Bind I, Nr. 1, 1904«. Khöfn 1904. Aður en getið er um innihald bókar þessarar, verður fyrst að skýra fyrir al- menningi efni það sem bókin er um. í yfirborði hafsins er mesti urmull af örsmáum plöntu- og dýrategundum. Teg- undir þessar eru ófullkomnar að byggingu og talsvert fjölbreyttar. Sumar hverjar, og það meira að segja ekki allfáar, eru þannig gjörðar, að það er mjög miklum efa undirorpið oft og tíðum, hvort þær beri að telja til plönturíkisins eða dýra- ríkisins. 1 stuttu máli má komast svo að orði. að lífsverurnar í yfirborði hafsins séu sumpart plöntur á lægsta stigi, sumpart dýr á lægsta stigi og sumpart á takmörkun- um milli dýra- og plönturíkis. f*að er sameiginlegt fyrir allar þessar smáverur í vatnsborðinu, að þær eru ósjálfhreyfa, en rekast áfram fyrir vindi og straumi. Plöntur þessar og dýr köllum vér því einu nafni rek (plankton á útlendum málum), særek í hafinu, en vatnsrek í stöðuvötnum. fað er öllum kunnugt að dýralíf á landi byggist á plöntulífinu og þarf ekki frekar að eyða orðum að því. En dýralíf hafsins byggist alveg á sama hátt á plöntulífi hafsins. Sumpart eru plöntur hafsins beinlínis fæða fyrir sumar dýrateg- undir eins og t. a. m. særekið; á því nærast ýms smádýr, sem aftur verða stærri dýrum að bráð. Sumpart myndar plöntugróðurinn hæli fyrir fjölbreytt dýralíf, t. d. hinir víðáttumiklu þara-»skógar« neðansjávar. Það er því augljóst, að rannsókn á plönturíki hafsins verður að vera samfara rannsókninni viðvíkjandi nytjadýrum bafsins, ef vel á að vera, enda hafa öll fiski- rannsóknaskipin einnig rannsakað plöntugróðurinn, einkanlega særekið. l’á snúum vér oss að sjálfri bókinni. Höfundur hennar var með rannsóknar- skipinu fór, og athugaði særekið kringum strendur íslands 1903. Þar að áuki var særeki safnað á strandferðaskipinu Hólum á leiðinni frá Vestmannaeyjum til Eyja- fjarðar, og er þess einnig getið í bókinni. Framan til í bókinni gerir höfundurinn ljósa grein fyrir eðli og ástandi hafsins við strendur landsins. Atlantshafið laugar suður- og vesturströnd landsins; seltan er meira en 35°/00 og hitinn er ávalt meira en o°, en mestur er hitinn í hafinu síðari hluta júlímánaðar (ii°—120). Við Austurland er hafið kaldast og seltuminst (undir 35°/oo)’ en^a ll§'gur Austurlandspólstraumurinn þétt með því. Við Vestrahorn mætist heiti sjórinn að vestan og kaldi sjórinn að austan. Við Norðurland er sjórinn heitari en við Austurland og kaldari en við Suðurlandið eða eins konar blanda af heita og kalda sjónum, því örsmá grein af heitum straumi rennur austur með Norðurlandi (Irmingersstraumurinn) að minsta kosti alt austur undir Langanes. í*á koma ýmsar athugasemdir um særekið kringum landið á hinum ýmsu fund- arstöðum og hve breytilegt það er eftir árstíðum; því næst eru lýsingar og myndir af allmörgum tegundum, og voru ýmsar þeirra með öllu óþektar fyr. Síðast er skrá yfir allflestar tegundirnar og tekið fram hve tíðar þær hafi verið í hverjum fundarstað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.