Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1907, Síða 75

Eimreiðin - 01.01.1907, Síða 75
75 Annar kaflinn er um hofgoða og þing, og segir þar, að hofgoðavaldið hafi ekki getað verið undirrót hins pólitiska goðavalds. Ulfljótslög hafi því ekki miðað að því, að koma festu á ástand, sem þegar hafi átt sér stað, heldur að mynda nýtt ástand og koma á sambandi milli hofgoða- eða prestavaldsins og stjórnarvaldsins, með því að gera hinum pólitisku valdhöfum að skyldu að halda uppi hofi. En þetta hafi þó margir þeirra aldrei gert og þó kallast goðar, sem brátt hafi orðið nafn á öllum valdhöfum, þótt þeir hvorki hefðu hof, né fengjust að jafnaði við að heyja þing. Hofahald og þinghald hafi því ekki verið grundvöllur hins pólitiska goða- valds, heldur hafi Ulfljótslög ætlast til að þetta tvent skyldi verða eitt af verk- efnum valdhafanna, þótt sú yrði ekki ætíð raunin á í framkvæmdinni. í þriðja kaflanum ræðir höf. um samband goðavaldsins við hinar fornu aðals- ættir f Noregi og sýnir fram á, að þar sé hin eiginlega undirrót höfðingjavaldsins. Pá skýrir hann í fjórða kaflanum sambandið millum goðanna og þingmanna þeirra og sýnir fram á, að það hafi verið líks eðlis og forðum átti sér stað milli höfðingja Germana og fylgdarliðs þeirra. Vald goðanna hafi algerlega bygst á þingmönnum þeirra, eins og vald hinna germönsku höfðingje (principes) á fylgdarliði þeirra. An þessa styrks gat í raun og veru ekki verið um neitt vald að ræða, með því engin önnur leið var til að tryggja sér nokkur áhrif til lengdar. í fimta kaflanum ræðir höf. um eðli goðavaldsins og sýnir fram á, að aðalein- kenni þess sé, að goðinn hafi þingmenn, enda sé það hinn eiginlegi grundvöllur stjórnar- valdsins. Að öðru leyti hafi vald goðanna verið takmarkalaust, alt hafi orðið að lúta boði þeirra og banni. þetta komi ekki svo ljóst fram í löggjöfinni, en sögurnar sýni betur vanaréttinn, eins og hann hafi komið fram í daglega lífinu, og hann komi ein- mitt betur heím við hið forna réttarástand Germana, en lagasetningarnar íslenzku í Grágás. I sjötta kaflanum sýnir höf. fram á, að stjórnarvald goðanna hafi ekki átt rót sína að rekja til landeigna eða landsdrotnavalds, heldur aðeins til þess valds, er þingmenn þeirra öfluðu þeim, með því þeir gátu með aðstoð þeirra knúð alla aðra, sem skoðast gátu sem þegnar þeirra í héraðinu, til að lúta boði þeirra og banni. »Sú tvöfalda afstaða, sem menn þannig gátu staðið í til valdhafans (goðans) á ís- landi, sumpart sem þingmenn og sumpart sem þegnar, er heldur ekki dæmalaus í öðrum germönskum löndum. Á sama hátt standa í Noregi hinir almennu þegnar og þeir menn, sem handgengnir eru konungi hvorir andspænis öðrum. Og eins og það á íslandi eru þingmenn goðanna, eins eru það í Noregi handgengnu mennirnir, sem vald konungs hefir við að styðjast, og með þeirra tilstyrk ríkir hann yfir hinum eiginlegu þegnum sínum. En heldur ekki þar er það neitt skilyrði fyrir að verða handgenginn maður, að maður sé þegn konungsj því íslendingar verða líka hand- gengir menn konungs og eru teknir fram yfir aðra. þegar nú hér við bætist, að handgengnu mennirnir eiu líka fylgdarlið konungs, þá styrkist það enn betur, að afstaða þingmanna og fylgdarliðsins hafi verið öll hin sama«. í sjöunda kaflanum er enn langt mál um goðorðin, sameining þeirra og skifting, í áttunda kaflanum um hvernig þau liðu undir lok, voru sett á stofn, seld og afhent, og í níunda kaflanum á hvern hátt þau gengu að erfðum. í tíunda kaflanum er að lokum saga goðavaldsins, og er þar meðal annars sýnt fram á, að það sé ekki fyr en á 12. öld, að »goðar« og pólitiskir valdhafar og stjórnarvaldshöfðingjar falli al- veg saman eða merki hið sama í sögunum. Petta stutta yfirlit yfir efni ritgerðarinnar gefur auðvitað litla hugmynd um hana og allan þann lærdóm og nýjar athuganir, sem hún hefir að geyma. En þess má geta að hún ber vott um bæði mikla skarpskygni og svo víðtæka þekkingu á forn-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.