Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Page 2

Eimreiðin - 01.01.1909, Page 2
2 prófessor í Kiel, að sér mál þeirra og leiddi það til sigurs. Flór var þjóðrækinn maður og þótti ilt að sjá viðgang Fjóðverja, því honum þótti sem þeir, er glötuðu móðurmáli sínu, yrðu menn að verri, kaldlyndir, eigingjarnir og ótryggir. Frá því vildi hann forða Slésvíkingum, og til að hindra málbrigðin, ásetti hann sér að koma upp góðum lýðskóla á Suðurjótlandi. Og með miklum erfiðismunum tókst Flór að halda uppi ung- lingaskóla í Rödding í 20 ár. En það var ekki hreinn lýðskóli eftir kenningu Grúndtvígs, því Flór hafði orðið að njóta margra að, og til að þóknast þeim, varð hann að skera af og auka við gegn vilja sínum. Bændurnir vildu fá búnaðarskóla, stjórnin skóla með prófum, enn aðrir gagnfræða og kennaraskóla. Flór vildi ekkert af þessu: >ég vil leggja aðaláherzluna á að glæða andann og tilfinningalífið, en ekki á fróðleikinn«, sagði hann. Pó tók hann nokkrar búnaðargreinar með til að þóknast bændunum. En það varð skólanum til ógæfu, því kennararnir sátu aldrei að sárs- höfði um, til hverra námsgreina skyldi verja mestum tíma. Olli það sífeldum vandræðum í skólanum. Flór var aðeins stutta stund skólastjóri í Rödding. En hann var umsjónarmaður skólans og ráðanautur kennaranna; það varð því andi hans sem sveif þar yfir vötnunum. Hann var frjálslyndur maður, og ekkert einkennir skólann betur en sú áherzla, sem þar var lögð á rétí einstaklingsins. Flór vildi alls ekki hafa vold- ugan skólastjóra og samkennarana brúður í hendi hans. Hitt hugði hann affarasælla, að dreifa valdinu og ábyrgðinni sem mest milli margra jafnrétthárra starfsbræðra, sem ynnu af frjálsum vilja hver í sínum verkahring. »1 hverjum manni býr nokkuð gott, sem um leið er einkennilegt fyrir hann«, sagði Flór. Betta séreðli einstaklingsins vildi han styrkja og efla á allan hátt, sníða hverjum manni stakk eftir vexti, en klæða ekki alla sömu flíkum. Af sömu ástæðu hegndi hann mildilega yfirsjónum pilta, en tókst að fá þá sjálfa til að forðast lagabrotin. Enn eru til merki- leg ákvæði frá nemendum í Rödding, sem bæði eru þeim og Flór til sæmdar. Bindast þeir þá samtökum um að halda uppi reglu og hýbýlaprýði í skólanum, freista að venja sig af mállýzkum, en líkja eftir framburði kennaranna. Að síðustu lofa þeir að styrkja hver annan til að stunda námið sem bezt og til að verða góðir og heiðarlegir menn. Orðugleikarnir voru margir. Sífeldur fjárskortur, sundur-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.