Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Síða 7

Eimreiðin - 01.01.1909, Síða 7
7 undir. Hinsvegar drógu kennararnir af launum sínum, svo mikið sem unt var. Sá þá stjórnin um síðir, að hún gat ekki svelt skólann í hel, en að fjársynjun bakaði henni nýjar óvinsældir. Bauð hún þá Schröder fjárhæð nokkra, en lærisveinar gáfu það, sem vantaði fyrir nauðsynlegum útgjöldum, og fór svo fram í 6 ár. Pá var »fjárlagahretinu« lægt, en síðan hafa engir reynt að hnekkja skólum Grúndtvígs í Danmörku með ytri vopnum. Brátt fór stjórnin að taka á þeim mýkri höndum, hætti að ásaka þá um ofstæki og villukenningar, en bauð forgöngumönnum þeirra dýra krossa og fagra titla. Sömu skólarnir, sem fyr voru taldir heim- ska ein og hégómi, meðan þeir voru gagnsýrðir af eldi æskunnar, urðu nú alt í einu knésetningar stjórnarinnar og þjóðargersemi. Nám á lýðskólum fór nú mjög í vöxt, og varð allvíða að tízku, svo að af alþýðu þóttu þeir varla menn með mönnum, sem ekki höfðu verið í slíkum skólum einn vetur eða tvo. — Grýtti og þröngi vegurinn var nú á enda. Lýðskólarnir beygðu inn á breiða veginn, studdir af ríkinu og einróma almenningsáliti. Begar Schröder hafði stýrt Askóv í 40 ár, fékk hann völdin í hendur tengdasyni sínum og dró sig í hlé. Áður hafði hann þó trygt framtíð skólans þannig, að hann hugði örugt vera. Hann sá, að ef skólinn héldi áfram að vera einstaks manns eign, mundu eig- andaskifti, erfð og sala, fyr eða síðar koma honum á kaldan klaka. Fékk hann þá af ríkissjóði lán með góðum kjörum og skólirin keypti sig sjálfur. Nú er og verður Askóv sjálfseign undir yfirstjórn kenslumálaráðherrans og 4 manna nefndar, sem valin er af kennurum skólans. Sú nefnd á að ábyrgjast, að Askóv haldi áfram að vera góður, norrænn lýðskóli. Við þessa breytingu festist og styrktist skólinn mjög; hús og áhöld vönduð meir en fyr, og kennurum fjölgað, svo nú eru þeir því nær 20. Af þeim hóp voru þó ekki nema þrír, sem réðu stefnunni og settu mót sitt á skólann. Pað var Schröder, la Cour og Appel. Schröder var maður lágur vexti, þrekinn, fríður sínum, dulur í skapi og fáskiftinn löngum, og það svo, að lærisveinunum stóð nokkur ógn af honum. Mælskumaður var hann ekki eða snjall sem rithöfundur, og stundaði þó hvorttveggja mikið. Kom honum þar hvorki að verulegu gagni fróðleikur sinn né stáliðni. I ræð- unum skorti hann eldmóð og kraft, en í ritunum heildarsýn og megindrætti. Og í viðskiftum út á við, við þá er honum þótti

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.