Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Page 12

Eimreiðin - 01.01.1909, Page 12
12 og eðlisfræði. Pað eru meginnámsgreinarnar, og fær enginn þá kenslu til fulls, nema með því að vera þar tvo vetur samstæða. I öllum öðrum greinum er sérkensla fyrir konur og karla, efri og neðri bekk. Sagan er kend á tvennan hátt. Fyrst lauslegt ágrip eftir stuttri kenslubók, til að gefa nemendum heildaryfirlit og beinagrind í alla söguna. Par er sett fyrir og hlýtt yfir. Hina eiginlegu sögu kenna fjórir kennarar í fyrirlestrum, og skifta með sér verk- um. Meiningin er þó ekki að komast gegnum alla söguna í tímaröð, heldur hitt, að taka aðaldrættina og meginstraumana og skýra þá vel. Taka t. d. úr nýju sögunni siðabótarhreyfinguna, einveldið, byltingarnar á Englandi og Frakklandi, hina félagslegu og pólitisku, og afleiðingar þeirra fram á okkar daga. Á þann kafla er lögð mest áherzla. — Pað var óneitanlega vel viðunandi að hafa tvo fyrirtaks snjalla eðlisfræðinga fyrir kennara við sama skólann, en af þeim sökum tók þó sú grein alt of mikinn tíma, einkum frá annarri náttúru- fræði. La Cour og Appel höfðu í eðlisfræðinni fjóra fyrirlestratíma á viku og tvo æfingatíma að auki. Pá koma nemendur til skiftis óbeðnir fram að töflunni, rifja upp fyrirlestrana með hjálp kenn- arans, draga upp myndirnar að nýju, útskýra þær og sanna, en áheyrendurnir leiðrétta, ef rangt er að farið. Á sama hátt kendu þeir reikning og rúmmálsfræði. Allar þessar námsgreinar voru ágætavel kendar, og drógu menn mjög til Askóv hin síðari ár. I dönsku heldur ungur málfræðingur, Kristinsen, fyrirlestra um uppruna málsins, lög þess og framþróun, um norrænu málin og skyldleika þeirra og að síðustu um hljóðfræði dönskunnar. Pá er stílagerð nokkur og greining, en upplestur mikill. Bókmenta- saga Norðurlanda er kend í efribekk. Heldur er móðurmálskenslan dauf. Kristinsen er þurskynsamur og þaullærður, en lítt fallinn til kenslu. Skeytir hann því ekki, þótt fáir fylgist með honum og tilheyrendunum fækki, og þegar líður að vori og lögin eru á enda, eru bekkirnir flestir tómir, piltar flúnir úr leiðindum, en konur undan harðyrðum hans um iðjuleysi þeirra og hégómaskap. Pó situr að jafnaði eftir tryggur hópur kvennamegin í salnum. Pað eru mötunautar hans, sem með stöðuglyndi tæma hinn beiska bikar í botn. Leikfimin hefir ætíð verið eftirlætisbarn lýðskólanna. Hún átti að stæla vöðvana og rétta úr knjám og bognum bökum al-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.