Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Page 16

Eimreiðin - 01.01.1909, Page 16
i6 Jónas Hallgrímsson var skygn. Hann sá meira og fleira í náttúru landsins, en flestir menskir menn höfðu séö á undan honum. »Huldan«, sál íslenzkrar náttúru, andi landsins, tók hann til fósturs og kendi honum fræði sín. »Náttúrunnar numdir mál, numdir tungur fjalla, svo að gaztu stein og stál í stuðia látið falla«. »Huldan«, er hann ávarpar svo í »Hulduljóðum«: »Ó Hulda kær, er fjöll og dali fyllir fjölbreyttu smíði, hvar sem lífið býr«, brá honum ungum í handkrika sinn og sýndi honum hulduheima í allri sinni dýrð, — sýndi honum náttúruna íslenzku í skáldlegum dýrðarljóma, sem fáum gefst að líta, og því síður að lýsa til full- nustu. En Jónas hlaut hvorttveggja að vöggugjöf, skarpskygnina og hið skáldlega listfengi, til þess að lýsa því, er hann sá. Mörgum af skáldum vorum hefur Jónas haldið í handkrika sínum, og þaðan hafa þau séð ýmislegt af því, sem Huldan birti honum, og lýst því vel, en elckert þeirra eins. Náttúrlýsingar þeirra eru venjulega aðeins skrautdrættir eða umgerðir um manna eða mannlífsmyndir, oít fagurlega dregnar, og stundum með þeirri list og litprýði, er minnir á Jónas. Mér dettur t. d. í hug, hið gullfagra kvæðisupphaf Matthíasar i »Grettisljóðum«: »Sindruðu fell í silfurbláum hökli af sumarblíðu fagra aftanstundu, glóeyjar fingur guðvef Eiríksjökli úr gulli rauðu kalið höfuð bundu«. En Jónas segir: »Skein yfir landið sól á sumarvegi og silfurbláan Eyjafjallatind gullrauðum loga glæsti seint á degi

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.