Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Page 26

Eimreiðin - 01.01.1909, Page 26
26 svona stóð á og þau voru orðin einsömul, mundi verða ofurlítið öðruvísi, en þegar þau sátu heima hjá mömmu — — — en það hefði ekki verið rétt af Márits. Hún er því hrifnari af honum. Nú er hann að segja henni frá, hvernig maður föðurbróðir sinn sé. Hann sé þannig skapi farinn, að vilji hann á annað borð hjálpa honum nokkuð, blasi hamingjan við þeim. Theódór föður- bróðir hans er alveg ótrúlega ríkur. Hann á ellefu bræðsluofna og þar að auki jarðir og hús og hlutabréf í óteljandi námufyrir- tækjum. Márits er nánasti erfingi alls þessa. En föðurbróðirinn er ekki þægur ljár í þúfu, þeim sem honum falla ekki vel í geð. Geðjist honum ekki vel að konuefni Máritsar, sé hann manna vísastur til að arfleiða einhvern annan að öllum eigum sínum. Litla andlitið verður æ daprara og fölleitara, en Márits situr hnakkakertur og finnur æði mikið til sín. Pað sé alls ekkert útlit fyrir, að Anna María geti vafið föðurbróður hans um fingur sér, eins og hún hafi vafið sér. Hann sé öldungis gagnólíkur sér. Smekkvísi hans, ja, Márits hefur nú ekki mikið álit á smekkvísi hans, en hann heldur, að það verði að vera eitthvað snjallróma, eitthvað skínandi rautt, sem eigi að geta gengið í augun á Theódór frænda. Par að auki sé hann óbetranlegur piparsveinn — finst kvenfólk vera einungis til óþæginda. En það þurfi ekki annað en að honum lítist ekki altof illa á hana, svo skuli Márits sjá um, að alt fari vel. En hún megi ekki vera eins og barn. Hvort hún sé að gráta! — Ja, ef hún líti ekki glaðlegar út, þegar þangað komi, þá sé Theódór manna vísastur til að reka þau burt um hæl aftur. Henni þykir nú vænt um sjálfra þeirra vegna að Theódór skuli ekki vera eins séður og Márits. Pað gæti þó ekki verið rangt gagnvart Márits að hugsa, að vel sé það farið, að föður- bróðir hans sé honum gagnólíkur. Pví setjum nú svo, að Márits væri í sporum föðurbróður síns, og að umkomulaus, ung hjónaleysi tækjust ferð á hendur til hans, til að fá eitthvað að lifa af. Pá mundi Márits, jafn hygginn og hann er, vafalaust ráða þeim til að halda sem skjótast heim til sín aftur, og bíða með að gifta sig, þangað til þau gætu séð fyrir sér sjálf. — Ekki þar fyrir — Theódór væri vafalaust ekkert lamb að leika sér við, á sína vísu. Hann drykki eins og svampur, og héldi stóreflis gildi, sem misjafnar sögun færu af. Og hann bæri alls eigi skynbragð á að halda reitunum saman. Hann héldi sjálfur, að allir féflettu sig, en

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.