Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Qupperneq 27

Eimreiðin - 01.01.1909, Qupperneq 27
27 honum stæði öldungis á sama. Hvílíkt kæruleysi! — Borgarstjór- inn hefði sent með Márits nokkur hlutabréf í fyrirtæki, sem illa leit út með, en Theódór væri vís til að kaupa þau, hafði Márits sagt. Theódór kærði sig kollóttan um í hvað hann fleygði pen- ingum sínum. Hann hefði einhverju sinni staðið á torginu inni í bænum og grýtt silfurpeningum kringum sig handa götustrák- unum. Aö tapa þúsund dölum á einni nótt í spilum, og að kveikja í pípunni sinni með tíu króna seðlum — ekkert væri algengara en að Theódór gerði slíkt. fetta voru þau að tala um á leiðinni. Pá er degi var farið að halla komu þau til áfangastaðarins. — »Aðseturshöll« Theódórs, — svo var hann vanur að nefna bústað sinn — var eigi verksmiðja eða neitt því líkt. Bústaður hans lá langt frá kolareyk og hamraglamri í hlíðum á háum ási, og var þaðan hið fegursta útsýni yfir vötn og til fjalla. Húsið var hátimbrað og lágu skógarsléttur og birkirunnar að því á alla vegu, en lítið var þar um akurlendi, enda var bústaðurinn fremur eigandanum til skemtunar en eiginlegur búgarður. — Hjónaefnin óku nú eftir götu með birkitrjám og álmviði til beggja handa og tóku því næst við lág grenitré, um það bil sem vagninn beygði við heim að húsinu. En einmitt þar á vegamótunum var reist heiðurshlið, og þar stóð Theódór, ásamt öllu heimilisfólki sínu og tók á móti þeim. Sko, því hafði dúfan litla nú aldrei trúað um Márits, að hann mundi búa henni þvílíkar viðtökur. Pað hýrnaði óðar yfir henni. Og hún gat þrifið í hönd hans til að þakka honum. Meira gat hún ekki í svipinn, því nú voru þau í miðju heiðurshliðinu. Og þar stóð hann, sá margumræddi maður, Theódór Frístedt námueigandi, hár og svartskeggjaður og skein góðmenskan út úr honum. Hann sveiflaði hattinum og hrópaði húrra og allur hópur- inn tók undir og hrópaði húrra, og Anna María brosti með tárin í augunum. Og auðvitað þótti þeim öllum vænt um hana upp frá þeirri stundu, bara af því hún horfði slíkum augum á Márits. Því hún ímyndaði sér auðvitað, að alt þetta væri gjört hans vegna, og hún gat ekki stilt sig um að líta af öllu skrautinu, til þess eins, að sjá hann taka ofan hattinn og veifa honum tígulega og heilsa eins fallega og konunglega og hann gerði. Já, já, sér er nú hvert augnaráðið, sem hún sendir honum! Theódór námueig-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.