Eimreiðin - 01.01.1909, Side 33
33
Og þegar hann sá angistina skína úr augum hennar, hafði
hann farið að skellihlæja, rétt eins og skólastrákur. »Hvað haldið
þér, námustjórafrú, að Bengt lögmaður hafi hugsað, þegar hann
kom heim og heyrði þetta: Ef bróðir minn hefði............Ég býst
við, að hann hafi setið heima næsta sinn«. —
Tárin komu fram í augun á Onnu Maríu, og Theódór sá
það og hló því meira. Pað var eins og hann vildi segja: xþað
er dáfallegur talsmaður, sem bróðurson minn hefur valið sér. Éú
ert víst búin að gleyma öllum þínum góðu áformum, stúlka mín!«
Og í hvert skifti sem henni varð litið á hann, höfðu brúnu augun
endurtekið: »Ef bróðir minn hefði látið þetta ógjört, þá hefði ég
gjört það sjálfur«. Eiginlega var dúfan litla ekki viss um, að
augun hefðu ekki sagt: »bróðursonur«. Og að hugsa til þess,
hvernig hún hefði hegðað sér. Hún hafði farið að hágráta, og
þotið út úr stofunni.
En ekki var það þá, sem »það« kom, og heldur ekki þá um
daginn á gönguförinni.
Pá var allt annað uppi á teningnum. Tá réði hún sér ekki
fyrir kátínu yfir öllu, sem hún sá á þessum fallega búgarði, og
yfir að vera umkringd slíkri náttúrufegurð. Éað var líkast því og
hún hefði fundið eitthvað, sem hún hefði mist fyrir löngu, löngu.
Bakarajómfrú, kaupstaðarstúlka var hún álitin af öllum. En
hún var orðin að sveitastúlku í sömu andránni og hún hafði stigið
fæti á sandstráða gangstiginn í garðinum. Hún fann að hún átti
heima í sveitinni.
Éegar henni var orðið hughægra hafði hún hætt sér út upp
á eigin spýtur til að skoða búgarðinn. Hún hafði skoðað sig um
á sandstráða blettinum fyrir neðan dyraþrepin. Alt í einu hafði
hún farið að vingsa handleggjunum, tekið af sér hattinn og fleygt
sjalinu. Síðan studdi hún höndunum á mjaðmirnar, dró andann
djúpt og blístraði.
Henni fanst þetta æði karlmannlegt. Hún hafði reynt að
ganga rólega og stillilega um garðinn, en það var ekki eftir hennar
skapi. Alt í einu snéri hún við og beygði inn í stóru garðana
bakvið húsið, þar sem hlöður, fjós og hesthús voru umhverfis.
Hún hafði mætt þar mjaltastúlku og talað fáein orð við hana.
Hún hafði orðið hissa á að heyra röddina í sjálfri sér, svo djarfleg
var hún. Eins og í herforingja frammi fyrir fylkingu. Og hún
fann til þess sjálf, hve rösklega hún leit út, þegar hún gekk inn £
3