Eimreiðin - 01.01.1909, Page 34
34
fjósiö, hallaði ofurlítið undir flatt, og vingsaði handleggjunum, með
dálitla svipu í annarri hendinni.
Par var öðruvísi umhorfs en hún hafði búist við. Par voru
engar raðir af ægilegum stórhyrndum kúm; því þær voru allar á
beit. Einn einasti kálfur var þar bundinn á bás, og leit út eins
og hann vænti sér einhvers af henni. Hún gekk til hans á tánum,
hélt saman kjólpilsinu með annarri hendinni og snerti krúnu kálfs-
ins með einum fingurgóm á hinni hendinni.
Ekki leit út fyrir að kálfinum þætti þetta nóg, því hann rétti
út úr sér tunguna og þá leyfði hún honum allra náðarsamlegast
að sleikja litlafingurinn. En um leið gat hún ekki að sér gjört
að litast um, eins og til að gæta að, hvort enginn væri þar til
að dást að slíku þrekvirki. Og þá hafði hún séð, að Theódór
stóð í fjósdyrunum og hló að henni.
Hann fylgdist með henni úr því. En »það« kom ekki í það
sinn, nei, alls ekki í það sinn. Tá skeði einungis það dásamlega
undur, að hún var ekki neitt hrædd við Theódór lengur. Tví
var eins farið með hann eins og með móður hennar; það leit út
fyrir, að honum væri gagnkunnugt um alla hennar smágalla og
alla smábresti, er í fari hennar voru, og það var einkar gott. fanst
henni. fá þurfti hún ekki að reyna að sýnast betri en hún var.
Theódór námueigandi ætlaði að sýna henni blómgarðana og
brekkurnar niður að vatninu, en það var ekki að hennar skapi.
Hún vildi fá að vita, hvað væri í öllum þessum stóru byggingum.
Hann fylgdi henni þá með mestu þolinmæði í mjólkurbúrið
og ískjallarann, í vínkjallara og kartöflukjallara. Hann gekk á röðina
og sýndi henni matarbúr og brenniskúr, vagnklefann og þvotta-
húsið. Svo teymdi hann hana inn í hesthúsin áburðarkláranna og
gæðinganna; hann sýndi henni viðarhöggsklefann, vinnukonuher-
bergin, aktygjaklefann og vinnumannaherbergin. Tað lá við sjálft,
að henni ofbyði allur sá herbergjafjöldi, sem Theódór þurfti með
á heimili sínu, en hjarta hennar svall af ánægju, er hún hugleiddi,
hvílík unun það mundi vera, að éiga ráð á öllu þessu. Hún fann
því ekki til þreytu, enda þótt þau færu bæði í fjárhús og svína-
stíu, og litu til hænsnanna og kanínanna. Hún skoðaði rækilega
ostabúr, reykingahús og smiðju, og dáðist mjög að öllu, er hún
sá. Síðan fóru þau upp á hanabjálkaloftin. Par voru þerriloft
fyrir þvott, loft fyrir eldsneyti, heyloft og loft fyrir þurt trjálauf,
sem fénu var gefið.