Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Page 35

Eimreiðin - 01.01.1909, Page 35
35 Húsmóður-náttúran í henni vaknaði úr dvala, er hún sá allar þessar nægtir. En mest hrifin var hún af ölgerðarhúsinu og báðum brauðgjörðarstofunum með stóra ofninum og borðinu. »Petta ætti móðir mín að sjá«, sagði hún. Pað var æði kyrlátt heima hjá henni, engar skemtanir, engin tilbreytni. Hún hafði verið heilsulítil, þegar hún var' barn, og þessvegna gættu foreldrar hennar þess jafnan, að hún legði ekkert að sér. Pað voru einungis látalæti, þegar hún var að hjálpa til í búðinni og baksturhúsinu, og áður en hún tók nokkra vitund eftir því, hafði hún sagt honum frá, að faðir sinn kallaði sig dúfuna sína. Og um leið hafði hún sagt. »Eg er í alt of miklu eftir- læti hjá öllum heima, nema bara hjá Márits, þessvegna held ég svo mikið upp á hann. Hann umgengst mig svo skynsamlega. Hann kallar mig aldrei dúfu, en altaf Onnu Maríu. Márits er ágætismaður.« Skárri var það nú kátínan og galsinn í augunum á Theódór. Hana dauðiangaði til að berja hann með svipunni. Hún sagði enn aftur, næstum með grátstaf í kverkunum: »Márits er ágæt- ismaðurU »Eg veit það, ég veit það«, hafði föðurbróðir hans svarað. »Hann en líka erfingi minns. Og þá hafði hún hrópað: »En Theódór, því giftið þér yður ekki. Pað væri þó lán að verða húsfreyja á slíku höfuðbóli!« »Hvernig ætli þá færi með arfinn hans Máritsar?* hafði Theódór spurt ofur spaklega. Hún þagnaði við, því ekki gat hún sagt við Theódór, að Márits og hún kærðu sig ekki um arfinn, því það gjörðu þau. Henni kom í hug, hvort það mundi vera mjög ljótt, að þau skyldu gjöra það. Henni fanst alt í einu, að hún ætti að biðja Theódór fyrirgefningar á miklum rangindum, er þau hefðu haft í frammi við hann. En það gat hún ekki heldur. Þegar þau komu inn aftur, kom hundur Theódórs hlaupandi á móti þeim. Hann var ofurlítill, með þvengmjóa fætur, löng lafandi eyru og lítil augu, mjóróma og veikróma. »Pér finst víst undarlegt, að ég skuli eiga svona lítinn hund?« sagöi Theódór. »Já, það finst mér«, svaraði hún. »En líttu nú á«, mælti hann. »Pað er ekki ég, sem hef kosið mér Snotru fyrir hund, heldur er það Snotra, sem hefur kosið sér mig fyrir húsbónda. 3’

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.