Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Page 39

Eimreiðin - 01.01.1909, Page 39
39 III. Um kveldið flögra gisin, hvítleit ský í himingeimnum; um kveldið er lygnt og hlýtt; um kveldið sveima hvítir smáhnoðrar af pílvið og espitrjám í loftinu. Pað er framorðið, og enginn á fótum nema Theódór námu- eigandi. Hann er á gangi í garðinum og veltir fyrir sér, hvernig hann eigi að fara að því, að aðskilja unga manninn og ungu stúlkuna. Pví aldrei, aldrei að eilífu má það ske, að Márits aki frá húsum hans með hana við hlið sér, og hann sjálfur, Theódór námueigandi, standi eftir á þrepunum og óski þeim farsællar ferðar. Hvernig á maður að geta hugsað sér það, að sleppa henni aftur? Hún hefur nú í þrjá daga vakið fjör og kæti í húsum hans; hún hefur, án þess nokkur veiti því eftirtekt; vanið þau við, að hún beri umhyggja fyrir þeim öllum saman. Honum hefur verið óviðjafnanleg unun að sjá þessa litlu, grannvöxnu stúlku ganga um alt, eins og væri hún heima hjá sér. Theódór námu- eigandi segir við sjálfan sig, að sér sé ómögulegt að sleppa henni, Hann geti ekki framar lifað án hennar. I sama bili rekur hann óafvitandi fótinn í biðukollu; og biðu- kollan þyrlast sundur, eins og fyrirætlanir og loforð vor stundum gera; hvítu hnoðrarnir úr henni feykjast út í loftið og dreifast í allar áttir. Nóttin er ekki köld, eins og næturnar venjulega eru í þessum landshluta. Gráleitu skyjadrögin draga úr kuldanum. Vindarnir eru, móti vanda, miskunsamir og halda sér í skefjum. Theódór námueigandi sér hana í anda, dúfuna litlu. Hún er að gráta, af því Márits hefur sagt skilið við hana. En hann dregur hana að sér og kyssir tárin burt. Lítil og mjúk hvít fis sáldast niður úr fullþroskuðum trjá- greinunum. Svo létt eru þau, að loftið nærri því ber þau; svo lítil og smágjör, að þau sjást naumast á grassverðinum. Theódór brosir í kampinn, er hann hugsar til Máritsar. Hann hugsar sér, að hann muni fara inn til hans í fyrramálið, og ná honum í rúminu. »Heyrðu Márits«, ætlar hann þá að segja við hann, »ég vil ekki vekja neinar vonir hjá þér, sem ekki geta ræzt. Ef þú giftist þessari stúlku, þá máttu ekki búast við einum ein-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.