Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Qupperneq 39

Eimreiðin - 01.01.1909, Qupperneq 39
39 III. Um kveldið flögra gisin, hvítleit ský í himingeimnum; um kveldið er lygnt og hlýtt; um kveldið sveima hvítir smáhnoðrar af pílvið og espitrjám í loftinu. Pað er framorðið, og enginn á fótum nema Theódór námu- eigandi. Hann er á gangi í garðinum og veltir fyrir sér, hvernig hann eigi að fara að því, að aðskilja unga manninn og ungu stúlkuna. Pví aldrei, aldrei að eilífu má það ske, að Márits aki frá húsum hans með hana við hlið sér, og hann sjálfur, Theódór námueigandi, standi eftir á þrepunum og óski þeim farsællar ferðar. Hvernig á maður að geta hugsað sér það, að sleppa henni aftur? Hún hefur nú í þrjá daga vakið fjör og kæti í húsum hans; hún hefur, án þess nokkur veiti því eftirtekt; vanið þau við, að hún beri umhyggja fyrir þeim öllum saman. Honum hefur verið óviðjafnanleg unun að sjá þessa litlu, grannvöxnu stúlku ganga um alt, eins og væri hún heima hjá sér. Theódór námu- eigandi segir við sjálfan sig, að sér sé ómögulegt að sleppa henni, Hann geti ekki framar lifað án hennar. I sama bili rekur hann óafvitandi fótinn í biðukollu; og biðu- kollan þyrlast sundur, eins og fyrirætlanir og loforð vor stundum gera; hvítu hnoðrarnir úr henni feykjast út í loftið og dreifast í allar áttir. Nóttin er ekki köld, eins og næturnar venjulega eru í þessum landshluta. Gráleitu skyjadrögin draga úr kuldanum. Vindarnir eru, móti vanda, miskunsamir og halda sér í skefjum. Theódór námueigandi sér hana í anda, dúfuna litlu. Hún er að gráta, af því Márits hefur sagt skilið við hana. En hann dregur hana að sér og kyssir tárin burt. Lítil og mjúk hvít fis sáldast niður úr fullþroskuðum trjá- greinunum. Svo létt eru þau, að loftið nærri því ber þau; svo lítil og smágjör, að þau sjást naumast á grassverðinum. Theódór brosir í kampinn, er hann hugsar til Máritsar. Hann hugsar sér, að hann muni fara inn til hans í fyrramálið, og ná honum í rúminu. »Heyrðu Márits«, ætlar hann þá að segja við hann, »ég vil ekki vekja neinar vonir hjá þér, sem ekki geta ræzt. Ef þú giftist þessari stúlku, þá máttu ekki búast við einum ein-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.