Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Qupperneq 55

Eimreiðin - 01.01.1909, Qupperneq 55
55 borin upp í þinginu, fyrst í neöri deild, og að konungum var meinað að breyta lögum þeim, er frá þinginu komu, en urðu að gera eitt af tvennu, samþykkja þau í heild sinni eða hafna þeim algjörlega. Neðri málstofan fór loks fram á, að mega gera ábyrgð gildandi á hendur ráðgjöfum konungs og hafa hönd í bagga með, hverja konungur kysi sér til ráðuneytis. Hið fyrra lét konungur eftir þinginu, en ráðgjafa sína vildi konungur fá að velja eftir eigin geðþótta — en ekki annarra. Svona var komið sögunni, er siðbótin berst til Bretlands. Hún tyllir aftur undir konungsvaldið. Áhrif hennar urðu dálítið á annan veg á Bretlandi en annarsstaðar, t. d. á Pýzkalandi. Þar var aðallega barizt fyrir trúarfrelsi. En á Bretlandi snýst baráttan að mestu um að losast undan yfirráðum páfa, og inn í baráttuna kemst þjóðlegur sjálfstæðisandi. Konungur (þá Hinrik VIII) var í broddi fylkingar í þeirri baráttu og ávann sér með því lýðhylli. Kaþólskan varð að lúta í lægra haldi. Eignir ka- þólsku kirkjunnar runnu mest allar til krúnunnar. Hér var ekki um smáræði að tefla. Kirkjueignirnar voru '/s hluti allra jarðeigna landsins og tekjurnar af þeim þrisvar sinnum meiri en venjulegar árstekjur krúnunnar. 011 þessi auðæfi, er krúnan festi hér hönd á, urðu til þess, að konungur þurfti nú ekki nærri eins að vera upp á fjárveitingar og skattálögur parlamentisins kominn. Hér við bættist, að skoðun manna í þá daga var, að kirkjan væri miklu æðri stofnun en ríkið. Og er konungur nú var orðinn ein- valdur yfirmaður kirkjunnar — hinnar æðri stofnunnar, lá nærri að telja það ósvinnu mestu, að parlamentið færi að skerða vald hans í ríkinu — hinni óæðri stofnun. Pessum skoðunum var haldið óspart á lofti af höfðingjum kirkjunnar —• og létu þær vel í eyrum konunganna, sem nærri má geta. Peir fóru að gefa þing- inu minni gaum, en fóru þó eigi alveg á bakvið það, meðan Túdorsættin sat að völdum. En árið 1603 hefjast Stúartarnir til valda á Bretlandi. Var þess þá eigi langt að bíða, að til skarar skriði með konungsvaldinu og þinginu. Um þetta leyti var einveldið að ryðja sér til rúms í nágrannalöndunum, á Spáni (Filippus II), á Frakklandi (Lúðvík XIV), á t’ýzkalandi (Karl V). Stúartarnir vildu eigi minni menn vera, en frændur þeirra á meginlandinu, og vildu fyrir hvern mun koma á einveldi. En þar var manni að mæta, er parlamentið var fyrir. Bardaginn milli konungsvaldsins og þingsins hefst þegar á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.