Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1909, Page 73

Eimreiðin - 01.01.1909, Page 73
73 staðarins vildarmanna« (234) o. s. frv, Einstöku sinnum koma og fyrir rangar orðmyndir íslenzkar, t. d. »endum« og »villiendum« f. »öndum« og »villiöndum« (15) og »akar« f. ekur (45). En þó eru miklu minni brögð að þessu í þessu bindi en í hinum fyrri, og staf- setning og prófarkalestur er nú margfalt betri en áður og má heita í góðú lagi. V. G. EINAR HJÖRLEIFSSON: OFUREFLI. Rvík 1908. JÓN TRAUSTI: HEIÐARBÝLIÐ I. Rvík 1908. Aldrei fyr hafa íslenzkar bókmentir átt því láni að fagna, að tvær jafnágætar sögur kæmu út sama árið, svo ólíkar og sérkennilegar sem þær eru báðar, önnur um Reykjavíkurlífið og nýjar stefnur, hin um sveitalífið upp til fjalla, eins og það hefur verið í margar aldir. Höfundur »Ofureflis« las einusinni rit hins enska sálarrannsóknar- félags. Hann sannfærðist þá um, að trúleysið væri dagað uppi og orðið á eftir tímanum. Hetjan í þessari bók er Einar sjálfur, sem er að reyna að snúa löndum sínum og fræða þá. A því vel við að drepa hér á, að hverri niðurstöðu hæstiréttur mannkynsins, þ. e. helztu vísindamenn og vitringar Englands og Ameríku, hefur komist í þessum efnum. Sálarrannsóknarfélagið var stofnað 1882 af ráðaneytisforseta A. J. Balfour, eðlisfræðingunum prófessor Balfour Stewart, Sir William Crookes og Lord Rayleigh, heimsspekingunum Sidgwick, Sir Oliver Lodge og William James (í Ameríku). Tilgangurinn er að kanna huliðsheima sálarlífsins, sem engin náttúrulögmál þau, er vér þekkjum, ná yfir. Slíkt er ekki allra meðfæri, en um það, sem slíkir menn telja sannað, er ekki hægt að efast. Þeir eru samdóma og sannfærðir um, að mannsál geti gert vart við sig hjá annarri sál, án þess að brúka skilningarvitin eða fara eftir þeim náttúru-lögum og -vegum, sem vér þekkjum, að svipir manna geti birzt öðrum langt burtu, einkum á dauðastundinni, og fleira, sem hingað til hefur verið talið kellingaskrum. En félagið mun ekki hafa knésett andatrúna ennþá, heldur lætur það sér nægja að sanna með órækum vottum, að þetta eigi sér stað, og vill bíða þess, að ný og æðri lögmál finnist. Sir Oliver Lodge, rektor háskólans í Birmingham, hefur þó bygt nýja lífsskoðun á þessu. Og víst er um það, að ekki verður þetta bælt niður með hlátri og fyrir- litningu. Einar vill sýna, hve erfitt er að beita lögmáli kærleikans. Flestum þyki fallegt, að það sé prédikað, og þarmeð búið. Rógur og lygi megi sín meira. Lýsir hann meistaralega Reykjavíkurlýðnum og átrún- aðargoði hans, Þorbirni kaupmanni. Það hefði verið matur fyrir Ibsen að lýsa honum (sbr. »Samfundets Stötter«). Einar leggur alla áherzl- una á sálarrannsókn, enda tekst honum snildarlega að kanna djúpið. Persónurnar, skapferli þeirra og lund standa lifandi fyrir hugskotssjónum lesandans. Með allri sinni viðkæmni og hjartagæzku verður aðalpersónan undir, en meiri karlmensku og hughreysti sýndi nú Gordon gamli við ofurefli: »Ek bar einn af ellifu — blástu meir«.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.