Eimreiðin - 01.01.1909, Side 75
75
Björn B. Jónsson, skynsamleg ádrepa um ríkiskirkju og fríkirkju, um
dómgirni og sanngimi, um ritdóma o. fl. Þá kemur »Gildi trúarjátn-
inga« eftir séra Jón Bjamason, ákaflega einbeitt og harðorð ritgerð
gegn þeim, er hallast að nýju guðfræðinni og biblíu-gagnrýninni, því
»fráleitari trúarvillustefna getur naumast hugsast«, segir hann. íÞað
er heiðindómur í kirkjulegum dularklæðum« (bls. 22). »Vér höldum
því að sjálfsögðu föstu«, segir hann ennfremur, »að biblían i heild
sinni er guðinnblásin bók og að vér því þar höfum guðs orð fyrir oss
liggjanda« (bls. 23). Úr því háttalagi, að vilja ekki binda sig við
neina trúarjátning og heimta algjört kenningafrelsi, getur ekki annað
orðið en það, »að þjófsmarkið kemst að innan hjarðar drottins eða í
kristinni kirkju« (bls. 25). Enginn stjórnmálaflokkur líður neinum
starfsmanni sínum eða erindsreka að halda fram kenningum, sem af-
neita meginatriðum flokksstefnunnar eða koma í algjöran bága við eitt-
hvert þeirra. »Og sé það gjört í laumi, þá verður sá, er það athæfi
leyfir sér, svo framarlega sem upp kemst, nokkurs konar vargur í
véum, eða hann fær á sig svartan blett í almenningsálitinu; og það
getur jafnvel farið svo, eins og fyrir Efíaltes í sögunni um frelsisbar-
áttu Forn-Grikkja gegn Persum, eða Merði Valgarðssyni í fornsögu
þjóðar vorrar, eða Júdasi frá Karíot í hinni helgu sögu guðspjallanna,
að bletturinn verði aldrei að eilífu af þveginn. Slíkt aðhald frá hálfu
almenningsálitsins þurfa kennimenn kirkjunnar að hafa. svo að engir
þeirra sjái sér fært af hégómaskap eða einhverri annarri jafn-lúalegri
ástæðu að svíkjast undan flokksmerki því, sem þeir sjálfir af frjálsum
vilja hafa hátíðlega lofast til að halda uppi og berjast undir 1 drottins
nafni. Vitanlega getur reyndar trúarskoðanin breyzt hjá þeim og þeim
manni eftir að hann hefir unnið slíkt heitorð, svo að í algjöran bága
komi við trúaijátning safnaðar þess, sem hann að undanförnu hefir
þjónað. Og er það þá að sjálfsögðu heilög skylda hans að slíta á
heiðvirðan hátt samband sitt við þann félagsskap og koma sér fyrir
andlega þar í kristninni eða fyrir utan kristnina, sem sannfæring hans
segir honum, að hann eigi heima undir nýju merki. Vel líklega hefir
þetta ýms óþægindi í för með sér fyrir hlutaðeiganda og jafnvel sárs-
auka, en það er eina drengilega aðferðin, og hlýtur hún að verða til
góðs fyrir málefni sannleikans, eigi síður en þann mann, er svona
hagar ráði sínu« (bls. 28—29). Margar eru þar fleiri kröftugar lík-
ingar, kenningafrelsis-klerkunum líkt við raggeit, Hrapp heitinn í Njálu
o. s. frv. Yfirleitt er orðbragðið engan veginn prúðmannlegt, né hóg-
værðin og umburðarlyndið líkt því, er bezt mundi sæma þjóni Krists
hér á jörðu. Og þó getur maður ekki annað en borið virðingu fyrir
því sannfæringarafli og þeim eldmóði, sem lýsir sér í ritgerðinni. Manni
finst berserksgangurinn hrottalegur og fremur hæfa víkingi en presti;
en hins vegar er alt betra en hálfvelgjan, og því verður heldur ekki
neitað, að séra Jón hafi rrikið til síns máls og meira að segja alveg
rétt fyrir sér, skoðað frá hans sjónarmiði. Annað mál er það, að hann
byggir á grundvelli, sem fjöldi nútíðarmanna getur ekki viðurkent:
óskeikulleik biblíunnar og gildi úreltra trúaijátninga. En hitt er full-
komlega rétt hjá honum, að þeir kennimenn, sem ekki vilja viðurkenna
þetta, eiga ekki heima í kirkjufélagi, sem bygt er á þessum grundvelli.