Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Page 4

Eimreiðin - 01.09.1911, Page 4
j6o um að láta vera sameiginleg. Vöknuðu þá íslendingar eins og af svefni við rödd hrópandans, og fylktu sér undir merki Jóns, svo Danir létu undan síga og efndu til þjóðfundar á Islandi 1851. En þar hélt stjórnin enn fram innlimunarstefnu sinni, og þegar ekki tókst að fá Jón og hans liða til að samþykkjast henni, sleit kon- ungsfulltrúi fundinum, svo málið kom aldrei til atkvæða né veru- legrar umræðu. Pá var það, sem Jón Sigurðsson reis upp úr sæti sínu og sagði: »Eg mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og áskil þinginu rétt til að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hér er höfð í frammi« og risu þá flest- allir fundarmenn einnig upp og sögðu einum rómi: »Vér mót- mœlum allir>i. Hélzt nú baráttan bæði um þetta og um fjárhagsskilnað Is- lands og Danmerkur um 20 ára skeið, unz ríkisþing Dana skipaði sambandinu með stöðulögunum 1871 eftir eigin geðþótta, og án samþykkis Islendinga, og 3 árum síðar (1874) gaf konungur Islandi stjórnarskrá »af frjálsu fullveldi* sínu, sem alþingi hafði heldur ekki samþykt. Skal hér ekki frekar rakinn gangur eða saga þessara mála, heldur geta þess eins, að í allri þessari löngu baráttu reyndist Jón Sigurðsson óviðjafnanlegur foringi. Hann hafði þegar í upp- hafi gert sér svo ljósa grein fyrir kröfum sinum, og trúði svo fastlega á réttmæti þeirra og sigurvænleik, að hann einsetti sér að víkja aldrei frá þeim, eins og Matthías segir: Pá sór hann að hræðast ei hatur og völd né heilaga köllun að svíkja, og ritaði djúpt á sinn riddaraskjöld sitt rausnar-orð: »aldrei að víkja!« Hann vék heldur aldrei frá grundvallarkröfum sínum, en hagaði þó oft seglum eftir vindi um ýms atriði, er hann hugði að geta teygt stjórnina með því lengra inn á braut sína, enda vann hann með því hvert vígið á fætur öðru og þokaðist æ nær og nær markinu, þótt smátt gengi. Frá grundvallaratriðunum í stefnu sinni var hann ófáanlegur til að víkja, en vildi annars að fullri sanngirni væri beitt á báða bóga, eins og Jón Thoroddsen kvað um hann:

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.