Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Side 5

Eimreiðin - 01.09.1911, Side 5
Pú sást, að þjóða gagn, þú sást, að konungsmagn blessast æ bezt: allir ef unnum frih, alla sanngjarnir við, svo allir setjum grið sáttmálum fest. Og til þess að styðja málstað sinn og fá fylgi íslendinga til að halda kröfum sínum uppi, ritaði hann hverja ritgerðina á fætur annarri, til þess að sannfæra menn um, hve þær væru réttmætar og á gildum rökum bygðar. Kom þá margt upp úr kafinu, sem enginn annar hafði haft hugmynd um, ekki sízt í fjárhagsmálinu, þar sem hann sýndi fram á skekkjur og reikningsglöp stjórnar- innar og hve mikið fé frá íslandi hefði runnið inn í ríkissjóðinn. Kom honum þar að góðu haldi hans frábæra þekking á sögu landsins og öllum fornum skjölum, eins og Jón Thoroddsen víkur að, er hann kveður: Hinn annar ertu Rafn og þínum nafna jafn að dáð og dygð; Rafnseyri floginn frá fórstu öll rit að sjd, pau sem enn Island d í öðlings bygð. Skjölin þú skygndist í, skekkja var forn og ný allmörgu d; þú vildir þjóðarhag, því bogna kippa í lag, stjórnar um bæta brag, bezt sem að má. Nú kynni margur að segja, að Jóni Sigurðssyni hefði þó ekki tekist að leiða stefnu sína til sigurs, þar sem hvorki stöðulögin né stjórnarskráin hefðu verið samkvæm henni. En til þess er því að svara, að bæði hafði þó þá feikilega mikið áunnist, frá því er hann hóf baráttu sína, og í annan stað hafði hann með allri fram- komu sinni og fræðslu búið svo í haginn fyrir eftirkomendur sína, að nokkurnveginn viss von gat verið um fullan sigur síðar meir, þó honum sjálfum ætti ekki að auðnast meira en að horfa af Nebóstindum inn í fyrirheitna landið. Og sú hefir líka orðið raunin á, því í millilandanefndinni 1908 buðust Danir til að uppfylla allar þær kröfur, sem Jón-Sigurðsson gerði og jafnvel meira til. Pað fræ, sem hann hafði niður sáð, varð aðeins að liggja um stund í jörðu, en það hafði fullan lífskraft og spratt upp með góðum blóma, þó það yrðu eftirkomendurnir, sem uppskeruna áttu að taka. Ber Jóni Sigurðssyni sannarlega ekki minna lof fyrir þá

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.