Eimreiðin - 01.09.1911, Qupperneq 7
sem var svo mikil og ágæt, að hún ein hefði verið nægileg til
að varpa ljóma yfir nafn hans. Sem forseti Bókmeniafélagsins
hóf hann það félag til virðingar og álits í mentaheiminum, og
kom upp handritasafni þess. Hann studdi og stórum að eflingu
Fomgripasafnsins og Stiftsbókasafnsins (Landsbókasafnsins) og
þroskun og framþróun íslenskra bókmenta, með útgáfum nýrra
skáldrita o. fl. Pað var því engin furða, þó skáldin keptust um
að leyfa annan eins snilling ljóðstöfum, eins og Matthías kvað:
Snillingur snjalli!
snild þína skyldi
lofsælum leyfa
ljóðstöfum þjóð,
meðan í æðum
oss vitum fossa,
mæringur dýri,
móðurlenzkt blóð.
En þó að Jón Sigurðsson hefði mikil áhrif sem þingmaður og
rithöfundur, þá voru máske þau áhrifin engu síður víðtæk, sem
hann hafði á einstaka menn í viðræðum sínum og sífeldum bréfa-
skiftum um land alt. Lét hann þá ekkert tækifæri ónotað til að
glæða félagsanda manna og framfarahug og hvetja þá til nytsam-
legra framkvæmda í öllum greinum. Hann gat því með sanni sagt
í æfiágripi sínu, er hann varð riddari, að hann hefði jafnan eggjað
landa sína til að verja rétt sinn með djörfung og einurð, en einn-
ig hvatt þá til að kannast við skyldur sínar og gæta þeirra. Og
hvatning hans hafði því meiri áhrif, sem hann gat flestum betur
trútt úr flokki talað í þeim efnum, er hann hvatti aðra til. Pví
hann var sjálfur skínandi fyrirmynd í því öllu, fyrirmynd í iðju-
semi og ósérplægni, framtaksemi, dáð og drengskap. Og þar við
bættist, að maðurinn var sjálfur svo tígulegur og karlmannlegur,
og svipurinn og framgangan svo höfðingleg, að hann hlaut að
vekja lotningu og traust hjá hverjum manni. Augun voru hauk-
frán og snör, svo að ógn þótti af standa, er hann hvesti þau,
sviplíkt og Egill kvað um Eirík blóðöxi:
Vasa tunglskin
trygt at líta,
né ógnlaust
Eireks bráa,
þás ormfránn
ennimáni
skein allvalds
ægigeislum.
Enda kveður og Steingrímur um Jón: