Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Qupperneq 7

Eimreiðin - 01.09.1911, Qupperneq 7
sem var svo mikil og ágæt, að hún ein hefði verið nægileg til að varpa ljóma yfir nafn hans. Sem forseti Bókmeniafélagsins hóf hann það félag til virðingar og álits í mentaheiminum, og kom upp handritasafni þess. Hann studdi og stórum að eflingu Fomgripasafnsins og Stiftsbókasafnsins (Landsbókasafnsins) og þroskun og framþróun íslenskra bókmenta, með útgáfum nýrra skáldrita o. fl. Pað var því engin furða, þó skáldin keptust um að leyfa annan eins snilling ljóðstöfum, eins og Matthías kvað: Snillingur snjalli! snild þína skyldi lofsælum leyfa ljóðstöfum þjóð, meðan í æðum oss vitum fossa, mæringur dýri, móðurlenzkt blóð. En þó að Jón Sigurðsson hefði mikil áhrif sem þingmaður og rithöfundur, þá voru máske þau áhrifin engu síður víðtæk, sem hann hafði á einstaka menn í viðræðum sínum og sífeldum bréfa- skiftum um land alt. Lét hann þá ekkert tækifæri ónotað til að glæða félagsanda manna og framfarahug og hvetja þá til nytsam- legra framkvæmda í öllum greinum. Hann gat því með sanni sagt í æfiágripi sínu, er hann varð riddari, að hann hefði jafnan eggjað landa sína til að verja rétt sinn með djörfung og einurð, en einn- ig hvatt þá til að kannast við skyldur sínar og gæta þeirra. Og hvatning hans hafði því meiri áhrif, sem hann gat flestum betur trútt úr flokki talað í þeim efnum, er hann hvatti aðra til. Pví hann var sjálfur skínandi fyrirmynd í því öllu, fyrirmynd í iðju- semi og ósérplægni, framtaksemi, dáð og drengskap. Og þar við bættist, að maðurinn var sjálfur svo tígulegur og karlmannlegur, og svipurinn og framgangan svo höfðingleg, að hann hlaut að vekja lotningu og traust hjá hverjum manni. Augun voru hauk- frán og snör, svo að ógn þótti af standa, er hann hvesti þau, sviplíkt og Egill kvað um Eirík blóðöxi: Vasa tunglskin trygt at líta, né ógnlaust Eireks bráa, þás ormfránn ennimáni skein allvalds ægigeislum. Enda kveður og Steingrímur um Jón:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.