Eimreiðin - 01.09.1911, Síða 8
164
»Fram« var hans orðtak,
fremstur var hann allra —
œgishjdlmur í augum skein.
Og um marmaramyndina, er Islendingar létu gera af Jóni, segir
hann:
Mæni mynd in hreina
mærings þjóðarkæra,
glæst með ljósi listar,
lengi fyrir mengi.
Líti landsins hvíta
lýður einnig síðar
enn af íturmennis
andliti geisla standa.
Snemma gerðist hann hvítur fyrir hærum, en hið eldlega fjör
hans gerði hann þó jafnan unglegan, eins og Steingrímur vottar:
Undir alhvítri skör ber þú æskunnar fjör,
jafnvel ungum þú lífs glæðir hyr;
og með afli og dug og með ástglöðum hug
þú ert æskunnar hetja sem fyr.
Par sem þannig göfgin skein af Jóni Sigurðssyni jafnt ytra sem
innra, jafnt af ásjónu hans sem orðum og verkum, þá var ekki
að undra, þó hann hefði mikil áhrif og menn bæru lotningu fyrir
honum, jafnt útlendir sem innlendir. Pað er og glögt dæmi þess,
hve grandvar hann var í öllu athæfi sínu, að jafnþunghöggur og
hann var í garð mótstöðumanna sinna, þá urðu þeir allir að viður-
kenna, hvílíkur afbragðsmaður hann væri, og gátu aldrei brugðið
honum um neitt, sem eigi sómdi drenglyndum og ágætum manni.
Enda segir og annar eins maður og Konráð Maurer, að Jón Sig-
urðsson hafi verið »eitt hið göfgasta og vandaðasta mikilmenni,
sem hann nokkru sinni hafi átt því láni að fagna að komast í
kynni við«.
Jón Sigurðsson átti jafnan við þröngan kost að búa, þar sem
hann varð að lifa á handafla sínum einum og vísindastörfum, en
örlætið og höfðingsskapurinn þó framúrskarandi. Fyrst síðustu
árin raknaði nokkuð úr þessu, er alþingi hafði veitt honum heið-
urslaun og keypt af honum bókasafn hans og handrita. Hann
átti því dálitlar eigur við andlát sitt, og mestan hlut þeirra gaf
hann (eða réttara sagt kona hans samkvæmt ráðstöfun hans)