Eimreiðin - 01.09.1911, Qupperneq 15
17I
inu aukist, smátt og smátt gegnum ótal liðu, mótstöðuafl gegu
þeim sjúkdómum, sem það hefur átt við að stríða öld eftir öld.
Vér skulum nú athuga þau vopn og verjur, sem líkamanum
hafa skapast gegnum ótal aldir og »óróf vetra«, og sem enn eru
að skapast og umbreytast til að berjast á móti og standast árásir
sóttkveikjanna. Vér getum reitt okkur á, að hver minsti hluti
líkama vors hefur sína æfisögu að segja, og að hver þeirra hefur
öðlast sitt vissa form með ákveðnu augnamiði til að gjöra sitt
gagn. Hver þeirra skapaðist af nauðsyn; svona og ekki öðruvísi;
eins og þörfin var — guð vissi hvað hann gjörði. Og þó okkur
nú virðist sumir líkamshlutar óþarfir og einkisnýtir, eins og t. d.
botnlanginn og rófuliðirnir, þá er sennilegt, að þeir hafi einhvern-
tíma áður átt skyldum að gegna, sem ekki þurfi framar við.
Vísindin eru svo ung, að ekki má vænta, að vér vitum alt,
og það er svo skamt síðan menn fóru að opna augun fyrir hinum
margvíslegu varnartækjum líkamans. Vér skulum stuttlega rifja
upp þau helztu. Líkamanum mætti líkja við víggirta borg, sem
ekki einungis er varin af múrum og margskonar hervirkjum, held-
ur af heilum her, sem á víð og dreif er á vakki, til að verja hina
ýmsu borgarhluta.
Eins og þið vitið, er allur líkaminn bygður úr ótal smáhólfum,
sellum eða frumum, sem vér köllum. Hver fruma er lifandi heild,
sem hefur sitt ákveðna hlutverk, en vinnur þó aðallega í sambandi
við hinar frumurnar. Frumurnar era mjög ólíkar í laginu, en innri
bygging þeirra er yfirleitt eins. Þær eru mjög misiafnlega sterkar
að byggingu. Sumar eru mjög veikburða, næstum eins og slím,
aðrar eru harðar, eins og þær, sem byggja upp beinin, en aftur
eru aðrar seigar, eins og t. d. þær, sem byggja upp húðina. Hör-
undið (húðin) með hinum mörgu líffærum, sem því fylgja, myndar
hjúp um allan líkamann, sem veitir hið fyrsta viðnám öilum óboðn-
um aðkomugestum. Til þess að vér nú fáum hugmynd um, hve
traustur og óárennilegur þessi varnarveggur er, fyrir lítilsigldar
sóttkveikjur, skulum vér skoða yfirborð hörundsins frá sjónarmiði
einnar bakteríu, sem er eins og ofurlítið prik í laginu, fáeinir þús-
undhlutar úr einum millímetra á lengd. Fyrir hennar sjónum —
ef hún væri gædd líkri sjón og vér — mundi mannslíkaminn vera
álíka stórfeldur og fyrirferðarmikill og okkur finst jörðin vera.
Rákirnar og ójöfnur þær, sem vér með athygli getum greint á
hörundi voru, eru annað og meira í augum bakteríunnar. Hvorki