Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 18

Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 18
174 varnirnar bilað eða komist í ólag hér og hvar, vegna þess að líkaminn er einhvernveginn illa á sig kominn, þreyttur og slæptur eða meiddur, svo að einhverstaðar verður opin leið inn. En þó nú svo óheppilega vilji til, að varnirnar bili og óvinurinn vaði inn og nái þar að auka kyn sitt, þá eru þó ekki öll ráð þrotin. þá taka við hinar innri varnir líkamans. Pó baktería komist inn um skinnsprettu einhverstaðar á lík- amanum, þá er ekki þar með sagt, að hún komist strax inn í blóðið. Oft fer svo, að frumurnar í hörundinu eða holdinu taka á móti henni og í sambandi við hvítu blóðkornin, sem strax koma aðvífandi, veita henni viðnám, króa hana og hennar líka inni og eyða þeim. Pað myndast aðeins dálítil graftarbóla eða lítil ígerð, og svo er sagan búin. Líka vill það oft til, að bakteríurnar kom- ast inn í sogæöarnar, áður en þær komast í blóðið. Sogæðarnar bólgna og bakteríurnar berast upp eftir þeim, en stöðvast brátt af nýjum vörnum, nfl. eitlunum, sem eru hér og hvar í líkaman- um og eru þannig gjörðir, að þeir geta eins og síað bakteríurnar frá og bannað þeim að fara lengra. Par hefst svo barátta, sem oft endar með því, að það grefur í eitlinum og bakteríurnar kom- ast ekki inn í blóðið. En því miður, stundum geta þessar varnir líka bilað — en þá er blóðinu að mæta — og »Blut ist ein ganz besonderer Saft« (blóðið er mikill undravökvi) segir Mefistófeles við Fást, þegar hann er að fá Fást til að »forskrifa« sig, og vill endilega, að hann gjöri það með blóði sínu. — Já, blóðið er undravökvi, og ekki að ófyrirsynju kallað lífsvökvi vor. Á seinni árum hefur hver uppgötvunin rekið aðra, sem hefur sýnt fram á nýja og nýja hæfileika, sem blóðið hefur til að verjast árásum bakteríanna. Pað hefur fyrir löngu verið kunnugt, að blóðið væri samsett af mesta urmul af rauðum og hvítum ögnum, sem kölluð hafa verið rauðu og hvítu blóðkornin. Ennfremur vissu menn, að storknun blóðsins orsakaðist af efni í því, sem kallast trefjuefni eða »fíbrín«. Séu nú þessi þrjú efni: fíbrínið, rauðu og hvítu blóð- kornin numin burtu, verður eftir litarlaus vökvi, sem kallast blóð- vatn eða »serum«. En því nákvæmar sem þetta blóðvatn hefur verið rannsakað, því margbreyttari hæfileikar hafa fundist hjá því. Efnasamsetning þess er margbrotin, og fráleitt hafa vísindin enn þá komist að fullri niðurstöðu um alt það starf, sem því er ætlað í líkamanum. Blóðhitinn er hjá heilbrigðum manni kringum 370 C. En komist bakteríur inn í blóðið eða eiturefni þeirra, verður það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.