Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Side 19

Eimreiðin - 01.09.1911, Side 19
175 heitara, alt að því 42—430. fað kallast feber eða sótthiti. Pó hit- inn aukist nú ekki meir en þetta og máske ekki nema um eitt stig, þá kunna flestar bakteríur illa við þá aukningu og mörgum tegundum þeirra ríður þetta að fullu, svo þær drepast. Menn héldu áður, að allur sótthiti væri hættulegur og gjörðu því alt til þess að draga úr honum bæði meö ís og köldum böðum og hita- meðulum. En þetta tíðka læknar ekki eins mikið nú og áður. Pví nú vitum vér, að hitinn er ein af vörnum líkamans gegn bakt- eríunum og stafar einungis af því, að efnabreytingar eru að verða í blóðinu, einkum blóðvatninu, sem miða til þess að veikja eða drepa bakteríurnar. Reynslan hefur þó sýnt, að þessar efnabreytingar truflast ekki, ef hitameðulin eru notuð í hófi, og þar sem líðan sjúklingsins skánar stundum, einkum höfuðþyngsli og annað, við antífebrín og önnur þesskonar meðul, er saklaust að grípa til þeirra við og við, einkum ef hitinn fer geyst á stað og slénar heila og taugar. En ætíð ættu menn að muna eftir því, að hitinn er vottur þess, að blóðið er að berjast góðri baráttu. Metschnikoff tók fyrstur eftir því, að hvítu blóðkornin éta bakteríur. Hvar sem bólga myndast af völdum þeirra í líkaman- um, þar safnast að hvít blóðkorn og reyna að eyða bakteríunum. Gröfturinn, sem myndast í ígerðum, samanstendur því nær ein- göngu af hvítum blóðkornum og dauðum bakteríum. Menn hafa líkt hvítu blóðkornunum við lögregluþjóna, sem stöðugt væru á verði og reiðubúnir til að grípa alla sökudólga. Samlíkingin á vel heima, en það eru ekki hvítu blóðkornin ein, sem berjast við bakteríurnar. Englendingurinn Wright hefur sýnt og sannað, að þau njóta góðrar aðstoðar í stríðinu, aðstoðar, sem þau geta ekki verið án. í blóðvatni heilbrigðra manna fann Wright efni, sem hann kallar »ópsonsín«, en þetta efni verkar þannig á bakteríurnar, að hvítu kornin geta þá fyrst unnið á þeim og étið þær, þegar óp- sonínið hefur leikið um þær. Pað er engu líkara en að þetta efni matreiði bakteríurnar fyrir hvítu blóðkornin. Orðið »ópsonín« kemur af gríska orðinu ópsoneó, sem þýðir: ég undirbý undir tnáltíð. Ef lifandi bakteríur eru settar í glas og síðan hvít blóð- korn til þeirra, þá hefði eftir kenningu Metschnikoffs mátt vænta, að blóðkornin tækju til matar síns og réðust á bakteríurnar. En svo er eigi. Eað verður fyrst, þegar saman við þau eru látnir drjúpa nokkrir dropar af blóðvatni, þá fá hvítu kornin óðara góða matarlyst og gleypa í sig bakteríurnar. Auðvitað verður að nota I 2*

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.