Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Síða 24

Eimreiðin - 01.09.1911, Síða 24
i8o okkur á jafn-áþreifanlega æöri stjórn og æðra vit og í lífsstarfi frumanna í vorum eigin líkama. Við erum öll gædd tvennskonar mannviti. Pví mannviti, sem vanalega er talið það æðra, sem okkur er í sjálfsvald sett að beita á svo margvíslegan hátt, okkur til gagns eða ógagns, að minsta kosti meðan við erum »vitandi vits«. Petta mannvit er mjög mismunandi að vöxtum hjá ýmsum mönnum. En svo höfum við að auki annað vit, sem venjulega er kall- að hið óæðra, en sem í rauninni er hinu vitinu miklu djúpsæjara, margbrotnara og dásamlegra. Og þetta vit er líkt að vöxtunum hjá flestum. Yfir þessu viti höfum vér með okkar svonefnda æðra viti harla lítið að segja. Pað vakir, þó hitt sofi, og það stjórnar öllum minstu lífsstörfum allra hinna ótalmörgu fruma í líkama vorum nótt og nýtan dag. Pað lætur hjartað slá taktfast í brjóstum vorum og þeyta blóðinu út í yztu greinar æðanna, svo allir minstu líkamshlutar fá sína nauðsynlegu næringu. Pað gætir þess, að andardrátturinn gangi sinn reglulega gang, og þó vér af öllum viljans mætti reynum að bæla þessar hreyfingar niður, tekst okkur það ekki; svo miklu sterkari er vilji þessa dul- vits. I'að lætur kirtla líkamans byrla margskonar kynjavökva með efnasamsetningum í keipréttum hlutföllum, svo hver þeirra verður vel hæfur til sinna sérstöku nota. Pað bruggar barninu mjólk úr móðurbrjósti, svo kraftmikla og kjarngóða, að í henni eru öll efni, sem nægja til að byggja upp nýjan mannslíkama. Meltingarfærin starfa undir stjórn þess, okkur ósjálfrátt, og draga út úr matnum einmitt þau efni, sem okkur varðar mestu; og það kemur blóðinu til að færa þau þangað, sem þörf er fyrir þau. Og engin minsta fruma fer varhluta af því, sem henni má gagna. Og meira enn. Komi einhver agnarsmá baktería okkur að óvörum og læðist inn í blóðið, þá er þetta djúpsæja vit óðara vakandi og æpir heróp, sem ótal frumur og blóðagnir undir eins hlýða, og svo er tekið til óspiltra málanna eftir svo margbrotnum »kúnstarinnar reglum«, að við getum aðeins lítillega gjört okkur grein fyrir öllu því djúp- sæi, sem þar hefur hönd í bagga með. Svona gengur alt sinn góða gang, meðan líkaminn er heil- brigður; en þegar hann veikist, snýst athygli vors djúpa dulvits að því, að vernda líkamann frá hættunni, sem vofir yfir, og í þeirri viðureign verður það stundum svo að beita kröftum sínum, að það hlýtur að vanrækja vanaleg störf. Oft tekst því að greiða

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.