Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Side 25

Eimreiðin - 01.09.1911, Side 25
181 úr öllu hjálparlaust og alt batnar, — af sjálfu sér, segjum við. En oft verður líka baráttan því ofvaxin, ef því ekki kemur hjálp utan að — læknishendur eða meðul, sem geta kipt óreglunni í lag, rutt tálmununum úr vegi, greitt úr flækjum eða grætt ein- hver sár. Vort svonefnda æðra vit getur oft komið hinu svo undursamlega til hjálpar. En hafi baráttan staðið lengi eða verið með afbrigðum erfið, þá fær það að lokum við ekkert ráðið; lík- aminn hrörnar, lífið virðist blakta á skari, dauðinn vofir yfir og öll ráð eru þrotin. Eá er hæpið, að hægt sé að hjálpa. Pað tekst aðeins stundum, — bara stundum. STEINGRÍMUR MATTHÍASSON. Jón Sigurðsson og jarlsstjórnin. Pað mun einmælt, að aldrei hafi ísland átt annan eins for- ingja og Jón Sigurðsson; og þar sem nú ýmsar af þeim sömu spurningum eru enn á dagskrá þjóðar vorrar, sem hann átti við að glíma, virðist vel við eiga, nú á aldarafmæli hans, að gera sér ljóst, hvernig hann leit á þær. Pví líklegt er, að skoðanir hans geti orðið mörgum þeim manni farsæl leiðarstjarna, sem nú er í vafa um, hverja afstöðu hann eigi að taka, og hverjum af nútíð- arforingjum vorum hann eigi helzt að trúa. Alt lífsstarf Jóns Sig- urðssonar var svo vaxið, að hann getur enginn grunað um að hafa haft eigingjarnar hvatir; hann lét aldrei stjórnast af öðru en því, sem hann áleit Islandi fyrir beztu, og hann var gæddur svo mik- illi pólitiskri skarpskygni og þekkingu, að enginn núlifandi íslend- ingur þarf að ætla sér þá dul, að hann geti við hann jafnast í því efni, og því síður fram úr honum farið. Þeir, sem hans stefnu fylgja, geta því jafnan reitt sig á, að lenda þeim megin, sem bezt gegnir fyrir heill lands vors og þjóðar. Ein af þeim spurningum, sem enn má heita óráðin gáta, er sú, hvernig hentast mundi að haga landstjórn vorri. Um það efni birtum vér í síðasta hefti Eimr. (XVII, 136—46) ritgerð eftir

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.