Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Side 35

Eimreiðin - 01.09.1911, Side 35
I9I skyldu skipaðir einn eða fleiri stjórnarherrar, sem skyldu hafa alla ábyrgð stjórnargjörðanna, og skyldi sú ábyrgð verða nákvæmar ákveð- in með lögum« (Andv. I, 85). I ávarpi Pingvallafundar til alþingis 1873 hljóðaði 6. liður- inn svo: »Að konungur skipi jarl á íslandi, er beri ábyrgð fyrir konungi einum, en jarlinn skipi stjórnarherra með ábyrgð fyrir alþingi« (Andv. I, 94, sbr. IV, 41). Og um frumvarp alþingis 1873 ritar Jón Sigurðsson: »Hugmyndin um landstjórn á íslandi með jarli, sem konungur setur, og ráðgjöfum, sem jarlinn velur sér og hafa ábyrgð fyrir alþingi, kemur hér fram óhikað, sem aldrei fyr« (Andv. I, 97). I ritgerð sinni »Stjórnarskrá Islands«, 1874, ritar Jón Sigurðs- son enn fremur: »A alþingi 1873 var það aðaluppástunga þingsins, að konungur setti jarl á íslandi sem sinn fullkominn umboðsmann, er hefði ábyrgð fyrir konungi einum og stæði fyrir öllu framkvæmdarvaldinu, nema hvað konungur skyldi veita embætti og náða menn; en jarlinn skyldi skipa menn til stjórnar, sem hefði alla ábyrgð fyrir alþingi. Þetta fyrirkomulag er hérumbil hið sama, sem áður var getið og Monrad biskup félst á, og það er auðsætt, að ekkert veriur eins hentugt og einfalt og liUegt í alla staii eins og petta .... Jarlshugmyndin hefir eiginlega fyrst rutt sér til rúms smásaman, óg einkum á alþingi 1873, en hún hefir svo margt til mebmœlis sér, að það er líklegt hún vinni flciri og fleiri atkvæði, eftir því sem tímar líða fram; en ef hún sigr- aði og sú breyting yrði samþykt af konungi, þá tæki jarlinn við flest- um þeim viðskiftum við alþingi, sem nú eru ætluð konungi« (Andv. I, 118—119). I ritgerðinni »Stjórnarlög Islands«, 1877, sem er rituð af systursyni og fóstursyni Jóns Sigurðssonar, Sigurði sýslumanni Jónssyni, undir umsjón| Jóns sjálfs og í samráði við hann, segir svo: »Ennfremur er það víst, að innlend stjórn kemur aldrei að full- um notum, meðan ávalt skal sækja konungssamþykki erlendis í helztu málum, og auk þess ímynd konungs engin við stödd um alþingistlmann, þótt hún að öðru leyti bæti mjög úr þeim drætti á framkvæmdum, sem enn á sér stað, haldi embættismönnum betur til en gjört er, o. s. frv. En ef vel skal fara, þarf, eins og áður er sagt, hin innlenda stjórn að styðjast við nærveru konungs eður jarls, þeim er hann veitir fult umboð í sinn stað um öll ístenzk málefni« (Andv. IV, 64). 13*

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.