Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 39

Eimreiðin - 01.09.1911, Blaðsíða 39
*95 Og hann ólst upp miklu fremur sem félagi hennar og leikbróðir, en sem sonur. f*au léku sér saman, hlógu og sungu saman gegnum bláheima bernskunnar. Þau gengu sér til skemtunar saman um tún og grænar grundir; þau nutu saman vorblíðunnar og sumarsælunnar, og hin glitrandi snjóæfintýri vetrarins léku þau einnig saman. Hún skildi betur leikina hans en nokkur annar og tók meiri þátt í þeim. Og móðirin eltist í baráttu lífsins; en umgengnin við drenginn hennar varðveitti æskuna í sál hennar. Og bernskuárin hans liðu eins og æfintýri gegnum alla bláheimana. Svo komu æskuárin fyrstu með öllum áformunum nýju, með öll- um vorgróanda vonunum. En móðirin fylgdist enn með, lét sér ant um það, sem hann hafði fyrir stafni og var hrifin af áformum hans. Og —- hún skipaði enn sem fyr öndvegið í hjarta hans. Og hún er stolt af ást hans og sælli en nokkur önnur, þessi móðir. Hún vakir með óþreytandi umhyggju yfir honum, ryður hverjum steini, sem rutt verður, úr götu hans. Og fiún segir: lífið er inndælt. Hverj- um hefir hlotnast hærra hlutskifti en mitt, að vaka yfir ungri, göfugri sál? Og hver er hamingjusamari en ég, að vera elskuð með hreinni sonarást af þessari göfgu, ungu sál, að mega vera vinkona hans, sá, sem hann ann mest allra í heiminum? Hún sér bresti hans betur en allir aðrir, því hinar viðkvæmustu tilfinningar ástarinnar hafa skerpt sjón hennar; og hún getur orðið hrygg og áhyggjufull út af drengnum sínum. En hún — elskar hann jafnheitt fyrir það. Það fer ekki eins og um ástina milli eiginmanns og eiginkonu, er brestirnir, sem þau smámsam- an finna hvort hjá öðru, verða þeim vonbrigði og draga þannig ef til vill úr ást þeirra. Móðirin þekkir barnið sitt frá því það fæddist; ekk- ert í eðli þess kemur henni ókunnuglega fyrir. Og eigingirni er ekki til í móðurástinni. Þess vegna met ég þá ást meira en nokkra aðra ást í heiminum, af því ekkert getur breytt henni, af því hún getur fyrirgefið alt, og af því hún sloknar ekki fyr en í dauðanum — eða nei, hún sloknar ekki heldur í dauðanum! Kristur sagði: Menn gift- ast ekki á himnum. En það er trúa mín, að við fáum að hafa börnin okkar næst okkur og fáum að elska þau — einnig á himnum — dá- lítið meira en alla aðra. þú skilur, vona ég, kæra Anna mín, að slík móðir, sem ég nú hefi lýst, hlýtur að vera sæl, jafnvel þótt lífið hafi ekki að öðru leyti haft henni mikla hamingju að færa. En — þessi móðir veit líka og skilur, að þessi ást sonar hennar getur ekki haldist þannig við alla æfi hans. Með angurblíðum rómi syngur hún barnagæluna gömlu: »Bíum og blaka ég læt sem ég sofi, álftimar kvaka; en samt mun ég vaka«. Móður-nafnið verður að vísu jafnan kært, — en, eins og segir í vís- unni sænsku: »Þegar stór þú orðinn ert, önnur faðmlög, veit ég bert, gleðja meir en móðurarmar, meir þig laða aðrir hvarmar; þegar unnið þau þú hefur, þína manndómsró það grefur«.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.