Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1911, Qupperneq 41

Eimreiðin - 01.09.1911, Qupperneq 41
197 eitt, að það þeirra, sem sterkara er og meira kveður að, eins og þurkar hitt út eða svelgir það upp í sína eigin persónu. Það er brotalítil að- ferð; en það er ekki rétta leiðin. Og þið verðið að eldast saman. Minn mæddi og þreytti svipur, mínar lotnu herðar og mín þungu elliandvörp skulu ekki verða til að kenna ykkur það um aldur fram. Mín gamla reynsla skal ekki verða til þess, að draga úr ykkur æskukjarkinn, þegar þið viljið reyna eitt- hvað nýtt; og ekki skulu gigtarlimirnir mínir verða til fyrirstöðu, þegar þið að nýtízkusið viljið ljúka upp dyrum og gluggum fyrir norðanvind- inum oft á dag! Ekki skulu heldur ábreiður mínar, svæflar og sjöl varpa ömurlegum blæ yfir stofurnar ykkar björtu og æskuþrungnu, né heldur návist mín leggja hömlur á umferð ykkar um herbergin og hlátur ykkar og háreysta glaðværð. Syngið og hlæið og vinnið og berjist baráttu lífsins saman ein t v ö; þá veitir ykkur hægra að ráða gátur lífsbaráttunnar. Og látið svo mömmu og tengdamömmu sitja f stólnum sínum með minningar sínar í sinni eigin stofu, þar sem hún sjálf getur ráðið, og þéttað og bólstrað og fylt út með fóðurull! Þar situr hún í stólnum sínum með prjónana sína, óskir og bænir. Og meðan hún er að prjóna sokka handa þeim litlu Önnum og Sigg- um, sem smátt og smátt munu koma og kenna þér móðurástina, þá brosir hún angurblítt, en þó með innilegu þakklæti fyrir það, sem lífið veitti henni. Nótt og nýtan dag biður hún um hamingju handa drengnum sín- um og þeirri, sem hann elskar heitast. En fyrir sjálfa sig biður hún þess, að henni megi auðnast að læra og leysa þá erfiðu þraut: að vera bæði móðir og tengdamóðir. V G. »Decrescendo«. Þýzka blaðið »Frankf. Zeitung« flytur svolátandi sögu, sem kvað vera dagsanna: Fyrir ry árum knúðu fyrstu kvenstúdentarnir á dyr háskólanna og báðust inngöngu. »Hér verður þeim ekki hleypt inn«, hreytti prófessor L. í Halle úr sér með miklum þjósti, er þetta bar á góma við embættisbræður hans. »Hægan, hægan!« sagði einn af þeim, »þér getið þó naumast afstýrt því«. »Svo! f*egar fyrsta kvenstúdentinum er hleypt inn hérna, fer ég mína leið«. Næsta ár sátu 6 kvenstúdentar sem áheyrendur við fyrirlestra há- skólans í Halle, en höfðu þó ekki enn fengið innritunar-réttindi þar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.